Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 13:32 Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma. Eitt af lykilatriðunum sem þarf að hafa í huga er staða háskólamenntunar á Íslandi og hvernig vanmat á henni getur haft víðtæk áhrif á lífskjör, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Framtíðin byggist á þekkingu, og hvernig við metum hana í dag mun móta möguleika okkar á morgun. Vanmat á menntun mun hafa neikvæð áhrif á lífskjör og velferð Á undanförnum árum hefur arðsemi háskólamenntunar á Íslandi verið mun minni en á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2022, sem unnin var fyrir BHM, er arðsemi háskólamenntunar hérlendis um 40% minni en að meðaltali innan OECD. Staðreyndin er sú að laun háskólamenntaðra hafa staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu á þessari öld, á meðan kaupmáttur launa almennt hefur aukist um og yfir 60%. Þetta vanmat hefur leitt til þess að ungt fólk sækir síður í háskólanám á Íslandi, sem getur haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni þjóðarinnar, lífskjör og velferð til lengri tíma. Réttmætt mat á háskólamenntun er allra hagur Það er mikilvægt að átta sig á því að réttmætt mat á háskólamenntun til launa kemur ekki niður á öðru launafólki. Það er vel hægt að meta háskólamenntun að verðleikum og á sama tíma standa vörð um og bæta kjör láglaunafólks. Skilyrðislaus og aukinn jöfnuður tryggir ekki einn og sér aukna velferð - þvert á móti gæti sanngjarnara mat á menntun leitt til aukinnar verðmætasköpunar og bættrar velferðar fyrir samfélagið allt. Munum menntunina við kjörkassann Menntun, þekking og nýsköpun eru helsta undirstaða hagsældar á Vesturlöndum. Með því að skapa hvata fyrir einstaklinga á Íslandi til að hámarka hæfileika sína, hvort sem er með háskólanámi eða iðnnámi, stuðlum við að nýsköpun, framþróun og aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar við göngum að kjörborðinu í næstu viku skulum við hafa mikilvægi háskólamenntunar í huga. Það eru samfélagsleg gæði fólgin í því að ungt fólk horfi jákvæðum augum til þess að afla sér menntunar. Það ýtir undir velferð, eykur hagsæld og styður við efnahagslegan stöðugleika. Slík viðhorf eru til hagsbóta fyrir okkur öll, hvar sem við erum í tekjustiganum. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Stéttarfélög Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma. Eitt af lykilatriðunum sem þarf að hafa í huga er staða háskólamenntunar á Íslandi og hvernig vanmat á henni getur haft víðtæk áhrif á lífskjör, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Framtíðin byggist á þekkingu, og hvernig við metum hana í dag mun móta möguleika okkar á morgun. Vanmat á menntun mun hafa neikvæð áhrif á lífskjör og velferð Á undanförnum árum hefur arðsemi háskólamenntunar á Íslandi verið mun minni en á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2022, sem unnin var fyrir BHM, er arðsemi háskólamenntunar hérlendis um 40% minni en að meðaltali innan OECD. Staðreyndin er sú að laun háskólamenntaðra hafa staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu á þessari öld, á meðan kaupmáttur launa almennt hefur aukist um og yfir 60%. Þetta vanmat hefur leitt til þess að ungt fólk sækir síður í háskólanám á Íslandi, sem getur haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni þjóðarinnar, lífskjör og velferð til lengri tíma. Réttmætt mat á háskólamenntun er allra hagur Það er mikilvægt að átta sig á því að réttmætt mat á háskólamenntun til launa kemur ekki niður á öðru launafólki. Það er vel hægt að meta háskólamenntun að verðleikum og á sama tíma standa vörð um og bæta kjör láglaunafólks. Skilyrðislaus og aukinn jöfnuður tryggir ekki einn og sér aukna velferð - þvert á móti gæti sanngjarnara mat á menntun leitt til aukinnar verðmætasköpunar og bættrar velferðar fyrir samfélagið allt. Munum menntunina við kjörkassann Menntun, þekking og nýsköpun eru helsta undirstaða hagsældar á Vesturlöndum. Með því að skapa hvata fyrir einstaklinga á Íslandi til að hámarka hæfileika sína, hvort sem er með háskólanámi eða iðnnámi, stuðlum við að nýsköpun, framþróun og aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar við göngum að kjörborðinu í næstu viku skulum við hafa mikilvægi háskólamenntunar í huga. Það eru samfélagsleg gæði fólgin í því að ungt fólk horfi jákvæðum augum til þess að afla sér menntunar. Það ýtir undir velferð, eykur hagsæld og styður við efnahagslegan stöðugleika. Slík viðhorf eru til hagsbóta fyrir okkur öll, hvar sem við erum í tekjustiganum. Höfundur er formaður BHM.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun