„Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2024 22:24 Craig Pedersen fór ekki í felur með það að hann sakni Martins Hermannssonar. vísir / anton brink „Ég var ánægður með að hafa barist til baka í seinni hálfleik, sá kafli var mjög góður en við höfðum grafið okkur of djúpa holu á þeim tímapunkti,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen eftir 71-95 tap Íslands gegn Ítalíu í Laugardalshöll. „Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira