Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 17:04 Fjólubláir Úlfar fögnuðu frábærum sigri í Lundúnum í dag. Getty/Richard Heathcote Aston Villa hefur nú leikið sex leiki í röð, í öllum keppnum, án sigurs eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli við Crystal Palace í ensku úrvalsdelidinni. Fimm leikjum var að ljúka. Ismaila Sarr kom Palace yfir snemma gegn Villa en Ollie Watkins jafnaði metin á 36. mínútu. Yoeri Tielemans fékk svo kjörið tækifæri til að koma Villa yfir en Dean Henderson varði vítaspyrnu hans, og strax í næstu sókn komst Palace í 2-1 með marki Justin Devenny, rétt fyrir hálfleik. Ross Barkley jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu en þannig lauk leiknum og er Villa því með 19 stig líkt og Nottingham Forest í 6.-7. sæti. Palace er nú í þriðja neðsta sæti, fallsæti, með 8 stig. Cunha með tvennu gegn Fulham Matheus Cunha skoraði tvö marka Wolves og Joao Gomes og Goncalo Guedes eitt hvor, þegar liðið vann góðan 4-1 útisigur gegn Fulham. Alex Iwobi kom Fulham yfir á 20. mínútu en Cunha jafnaði metin fyrir hálfleik. Fulham er því með 18 stig í 9. sæti en Úlfarnir komu sér úr fallsæti og eru með níu stig, eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem var nú að ljúka. Everton nýtti ekki liðsmuninn Everton og Brentford gerðu markalaust jafntefli í Liverpool-borg. Heimamönnum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn, eftir að Daninn Christian Nörgaard var rekinn af velli á 41. mínútu. Everton er nú með 11 stig í 15. sæti en Brentford í 10. sæti með 17 stig. Arsenal vann góðan 3-0 sigur gegn Nottingham Forest sem lesa má um hér að neðan. Brighton í toppbaráttunni Loks vann Brighton 2-1 útisigur gegn Bournemouth en Joao Pedro kom Brighton yfir og lagði svo upp mark fyrir Kaoru Mitoma. David Brooks minnkaði muninn í uppbótartíma. Brighton er eftir sigurinn komið upp fyrir Forest í 3.-5. sæti deildarinnar, og er með 22 stig líkt og Chelsea og Arsenal, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti fyrir leikinn við Tottenham sem er að hefjast. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Ismaila Sarr kom Palace yfir snemma gegn Villa en Ollie Watkins jafnaði metin á 36. mínútu. Yoeri Tielemans fékk svo kjörið tækifæri til að koma Villa yfir en Dean Henderson varði vítaspyrnu hans, og strax í næstu sókn komst Palace í 2-1 með marki Justin Devenny, rétt fyrir hálfleik. Ross Barkley jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu en þannig lauk leiknum og er Villa því með 19 stig líkt og Nottingham Forest í 6.-7. sæti. Palace er nú í þriðja neðsta sæti, fallsæti, með 8 stig. Cunha með tvennu gegn Fulham Matheus Cunha skoraði tvö marka Wolves og Joao Gomes og Goncalo Guedes eitt hvor, þegar liðið vann góðan 4-1 útisigur gegn Fulham. Alex Iwobi kom Fulham yfir á 20. mínútu en Cunha jafnaði metin fyrir hálfleik. Fulham er því með 18 stig í 9. sæti en Úlfarnir komu sér úr fallsæti og eru með níu stig, eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem var nú að ljúka. Everton nýtti ekki liðsmuninn Everton og Brentford gerðu markalaust jafntefli í Liverpool-borg. Heimamönnum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn, eftir að Daninn Christian Nörgaard var rekinn af velli á 41. mínútu. Everton er nú með 11 stig í 15. sæti en Brentford í 10. sæti með 17 stig. Arsenal vann góðan 3-0 sigur gegn Nottingham Forest sem lesa má um hér að neðan. Brighton í toppbaráttunni Loks vann Brighton 2-1 útisigur gegn Bournemouth en Joao Pedro kom Brighton yfir og lagði svo upp mark fyrir Kaoru Mitoma. David Brooks minnkaði muninn í uppbótartíma. Brighton er eftir sigurinn komið upp fyrir Forest í 3.-5. sæti deildarinnar, og er með 22 stig líkt og Chelsea og Arsenal, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti fyrir leikinn við Tottenham sem er að hefjast.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira