Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2024 18:10 Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. Vísir/Einar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir. Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar.
Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira