Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2024 18:10 Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. Vísir/Einar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir. Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar.
Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels