Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2025 07:48 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema lög um orlof húsmæðra. Vísir/Vilhelm Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra hefur verið lagt fram í tíunda sinn. Flutningsmenn að þessu sinni eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Efni frumvarpsins er í tveimur greinum; lög um orlof húsmæðra nr. 53/1972 falla niður og lög þess efnis öðlast þegar gildi. „Þrátt fyrir ákvæði laga þessara er sveitarfélagi heimilt að kveða á um að orlofsnefnd skuli starfa til 1. janúar 2026 sé rekstrarfé í sjóðum nefndarinnar. Sé enn rekstrarfé í sjóðum orlofsnefndar þegar hún lýkur störfum rennur það til þess sveitarfélags sem lagði í sjóðinn,“ segir í ákvæði til bráðabirgða. Hveragerði, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Ísafjarðarbær og Vestmannaeyjabær eru meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa, í gegnum tíðina, kallað eftir afnámi laga um orlof húsmæðra. Samkvæmt núgildandi lögum á „sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf“ rétt á að sækja um orlof. Til þess að standa straum af kostnaðinum við orlof húsmæðra skuli sveitasjóður leggja árlega fram fjárhæð, sem nemi minnst 100 krónum fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Í greinargerð með fyrirliggjandi frumvarpi er meðal annars vísað til jafnréttissjónarmiða og fullyrt með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna að „efni laga um orlof húsmæðra fari gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum, enda ljóst að lög um orlof húsmæðra taki ekki tillit til heimavinnandi karlmanna né heldur einstaklinga af öðrum kynjum sem sinna börnum og búi“. Þá er einnig vísað til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaganna og þess að svo virðist sem mikill vilji sé hjá þeim til að afnema lögin. „Alþingi setti fyrst lög um orlof húsmæðra árið 1960 og gildandi lög eru frá 1972. Lögin eru sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma. Sem betur fer hefur ýmislegt breyst til batnaðar, margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttu og ljóst má vera að lögin eru í andstöðu við jafnréttissjónarmið. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax,“ segir í greinargerðinni. Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Efni frumvarpsins er í tveimur greinum; lög um orlof húsmæðra nr. 53/1972 falla niður og lög þess efnis öðlast þegar gildi. „Þrátt fyrir ákvæði laga þessara er sveitarfélagi heimilt að kveða á um að orlofsnefnd skuli starfa til 1. janúar 2026 sé rekstrarfé í sjóðum nefndarinnar. Sé enn rekstrarfé í sjóðum orlofsnefndar þegar hún lýkur störfum rennur það til þess sveitarfélags sem lagði í sjóðinn,“ segir í ákvæði til bráðabirgða. Hveragerði, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Ísafjarðarbær og Vestmannaeyjabær eru meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa, í gegnum tíðina, kallað eftir afnámi laga um orlof húsmæðra. Samkvæmt núgildandi lögum á „sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf“ rétt á að sækja um orlof. Til þess að standa straum af kostnaðinum við orlof húsmæðra skuli sveitasjóður leggja árlega fram fjárhæð, sem nemi minnst 100 krónum fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Í greinargerð með fyrirliggjandi frumvarpi er meðal annars vísað til jafnréttissjónarmiða og fullyrt með vísan til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna að „efni laga um orlof húsmæðra fari gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum, enda ljóst að lög um orlof húsmæðra taki ekki tillit til heimavinnandi karlmanna né heldur einstaklinga af öðrum kynjum sem sinna börnum og búi“. Þá er einnig vísað til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaganna og þess að svo virðist sem mikill vilji sé hjá þeim til að afnema lögin. „Alþingi setti fyrst lög um orlof húsmæðra árið 1960 og gildandi lög eru frá 1972. Lögin eru sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma. Sem betur fer hefur ýmislegt breyst til batnaðar, margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttu og ljóst má vera að lögin eru í andstöðu við jafnréttissjónarmið. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax,“ segir í greinargerðinni.
Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira