Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar 25. nóvember 2024 13:03 „Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun