„Fann brosið mitt á ný“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 09:02 Emma Hayes kann mjög vel við sig sem landsliðsþjálfari og er líka að byrja mjög vel með bandaríska landsliðið. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, opnaði sig í gær um vanlíðan sína í starfi sem knattspyrnustýra Chelsea. Hún hætti með Chelsea eftir síðasta tímabil og tók við bandaríska landsliðinu. Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Fótbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Fótbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó