Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 10:30 Formúla 1 vill efla sinn hlut á bandaríska markaðnum og þá er vissulega gott að tefla fram Cadillac liði. Getty/Antoine Antoniol Liðunum mun fjölga í Formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu en þetta var opinberað í gær. Formúla 1 gaf það þá formlega að samkomulag hafi náðst við General Motors en bílaframleiðandinn ætlar að tefla fram Cadillac liði eftir tvö ár. Það var vissulega mjög mikilvægt fyrir útbreiðslu íþróttarinnar í Bandaríkjunum að fá öflugan bandarískan bílaframleiðanda inn í keppnina. „Formúla 1 stefnir á meiri vöxt í Bandaríkjunum og við höfum alltaf trúað á það sé rétt að bjóða öflugu bandarísku fyrirtæki eins og GM/Cadillac til ganga til liðs við okkur. Aðkoma General Motors mun bæði auka virði og efla áhugann á íþróttinni í Bandaríkjunum,“ sagði Greg Maffei, forstjóri Liberty Media sem er rétthafi formúlunnar. „Við hrósum stjórnendum General Motors og þeirra samstarfsaðilum fyrir að stíga nauðsynleg skref í áttina að vera hluti af formúlu 1. Við erum því mjög ánægð með að halda áfram með umsóknina fyrir GM/Cadillac liðið um að það keppi á heimsmeistaramótinu 2026,“ bætti Maffei við. Fulltrúar General Motors voru í Las Vegas um helgina og þar fóru viðræður fram. Bílaframleiðandinn hefur unnið að því í nokkur ár að fá sæti í Formúlu 1. Nú virðist sú vinna vera að skila sér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúla 1 gaf það þá formlega að samkomulag hafi náðst við General Motors en bílaframleiðandinn ætlar að tefla fram Cadillac liði eftir tvö ár. Það var vissulega mjög mikilvægt fyrir útbreiðslu íþróttarinnar í Bandaríkjunum að fá öflugan bandarískan bílaframleiðanda inn í keppnina. „Formúla 1 stefnir á meiri vöxt í Bandaríkjunum og við höfum alltaf trúað á það sé rétt að bjóða öflugu bandarísku fyrirtæki eins og GM/Cadillac til ganga til liðs við okkur. Aðkoma General Motors mun bæði auka virði og efla áhugann á íþróttinni í Bandaríkjunum,“ sagði Greg Maffei, forstjóri Liberty Media sem er rétthafi formúlunnar. „Við hrósum stjórnendum General Motors og þeirra samstarfsaðilum fyrir að stíga nauðsynleg skref í áttina að vera hluti af formúlu 1. Við erum því mjög ánægð með að halda áfram með umsóknina fyrir GM/Cadillac liðið um að það keppi á heimsmeistaramótinu 2026,“ bætti Maffei við. Fulltrúar General Motors voru í Las Vegas um helgina og þar fóru viðræður fram. Bílaframleiðandinn hefur unnið að því í nokkur ár að fá sæti í Formúlu 1. Nú virðist sú vinna vera að skila sér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira