Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 15:51 Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Norðausturkjördæmi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar