Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:43 Kæru samborgarar. Ég er ekki í framboði. Þessa grein má lesa sem eins konar skilaboð til ykkar sem hryllir yfir því sem er að gerast í Palestínu og finnið til samkenndar með fólkinu sem bókstaflega berst fyrir lífi sínu á hverjum degi. Ég er nokkuð viss um að einnig megi nota orðin vanmáttur og reiði yfir tilfinningarnar sem bullsjóða vegna þess sem hefur staðið yfir í alltof langan tíma. Staðan er núna sú að sama og engin hjálpargögn berast inn á Gaza. Hernámið hefur í yfir tíu mánuði séð til þess að hjálparstofnanir komist ekki inn á svæðið, og það sem þó kemst inn er stolið eða sprengt upp, eins og má lesa um í þessum greinum frá Le Monde og CBSNews. Þar kemur einnig fram að hernámsliðið standi hjá og leyfi ræningjunum að fara sínu fram. Samkvæmt fólki á svæðinu eru það þessi hjálpargögn sem eru seld á uppsprengdu verði, til dæmis hveitipoki á 40 þúsund krónur. Mig langar til þess að benda ykkur á hóp á Facebook sem heitir Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu. Hann var stofnaður til að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst allt í átökunum og lifa við skelfilegar aðstæður, þar sem hungur og skortur á grunnþörfum ógna lífi þeirra. Í hópnum má finna tengla á söfnunarreikninga sem veita þessum fjölskyldum lífsnauðsynlegan stuðning. Reikningarnir eru líflína fjölskyldna sem búa nú við þá staðreynd að það er kerfisbundið verið að svelta þau í hel. Þessar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga hauk í horni í öðru landi þar sem hægt er að opna söfnunarreikning, sem enn er hægt að taka út af. Þar komum við inn í málið. Það er ósköp einfalt að leggja inn á síðurnar. Það eina sem þarf er netsamband og bankareikningur. Að taka þátt er einfalt: með netsambandi og bankareikningi getur hver sem er lagt inn og hjálpað. Markmið hópsins er að nýta tengsl og netið til að koma neyðaraðstoð beint til þeirra sem þurfa mest á henni að halda. Nú biðla ég til ykkar um að leggja á vogarskálarnar. Hryllingurinn heldur áfram og mun líklega gera það í einhvern tíma. En við getum auðveldað líf þessara fjölskyldna, barnanna sem búa við stöðugt sprengjuregn, við hungurmörk. Þess vegna bið ég ykkur um að fara inn á hópinn, líka við hann og finna nokkrar safnanir, eða bara það sem þið ráðið við, og styrkja sem um nemur nokkrum jólagjöfum. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Kæru samborgarar. Ég er ekki í framboði. Þessa grein má lesa sem eins konar skilaboð til ykkar sem hryllir yfir því sem er að gerast í Palestínu og finnið til samkenndar með fólkinu sem bókstaflega berst fyrir lífi sínu á hverjum degi. Ég er nokkuð viss um að einnig megi nota orðin vanmáttur og reiði yfir tilfinningarnar sem bullsjóða vegna þess sem hefur staðið yfir í alltof langan tíma. Staðan er núna sú að sama og engin hjálpargögn berast inn á Gaza. Hernámið hefur í yfir tíu mánuði séð til þess að hjálparstofnanir komist ekki inn á svæðið, og það sem þó kemst inn er stolið eða sprengt upp, eins og má lesa um í þessum greinum frá Le Monde og CBSNews. Þar kemur einnig fram að hernámsliðið standi hjá og leyfi ræningjunum að fara sínu fram. Samkvæmt fólki á svæðinu eru það þessi hjálpargögn sem eru seld á uppsprengdu verði, til dæmis hveitipoki á 40 þúsund krónur. Mig langar til þess að benda ykkur á hóp á Facebook sem heitir Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu. Hann var stofnaður til að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst allt í átökunum og lifa við skelfilegar aðstæður, þar sem hungur og skortur á grunnþörfum ógna lífi þeirra. Í hópnum má finna tengla á söfnunarreikninga sem veita þessum fjölskyldum lífsnauðsynlegan stuðning. Reikningarnir eru líflína fjölskyldna sem búa nú við þá staðreynd að það er kerfisbundið verið að svelta þau í hel. Þessar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga hauk í horni í öðru landi þar sem hægt er að opna söfnunarreikning, sem enn er hægt að taka út af. Þar komum við inn í málið. Það er ósköp einfalt að leggja inn á síðurnar. Það eina sem þarf er netsamband og bankareikningur. Að taka þátt er einfalt: með netsambandi og bankareikningi getur hver sem er lagt inn og hjálpað. Markmið hópsins er að nýta tengsl og netið til að koma neyðaraðstoð beint til þeirra sem þurfa mest á henni að halda. Nú biðla ég til ykkar um að leggja á vogarskálarnar. Hryllingurinn heldur áfram og mun líklega gera það í einhvern tíma. En við getum auðveldað líf þessara fjölskyldna, barnanna sem búa við stöðugt sprengjuregn, við hungurmörk. Þess vegna bið ég ykkur um að fara inn á hópinn, líka við hann og finna nokkrar safnanir, eða bara það sem þið ráðið við, og styrkja sem um nemur nokkrum jólagjöfum. Höfundur er þýðandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun