Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 29. nóvember 2024 14:22 Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Manstu eftir að hafa gert mistök af einhverju tagi? Til dæmis gengið illa í prófi og upplifað skömm eða vonleysi, eða fundist þú ekki geta eða vita neitt? Manstu eftir að hafa refsað þér í huganum og talað niður til þín? Svo kannski bara harkað af þér án þess að veita þessum viðbrögðum þínum og tilfinningum frekari gaum? Manstu eftir að hafa verið hjá manneskju sem brotnar niður og fer að gráta, því hún er sorgmædd eða miður sín yfir einhverju sem hún er að ganga í gegnum? Manstu eftir að hafa fundist það örlítið óþægilegt því þú vildir segja réttu orðin við hana en óttaðist að segja eitthvað rangt? Ég þekki þetta allt af eigin raun og ég held að við gerum það flest öll. Á mótunarárum eru börn og ungmenni að læra á lífið og það koma upp alls kyns félagslegar aðstæður og áskoranir í dagsins önn. Íslensk börn og ungmenni búa yfir minni samkennd en jafnaldrar þeirra í samanburðarlöndum samkvæmt PISA-könnuninni. Í sömu könnun er sýnt fram á verri námsgetu í t.d. lesskilningi og raunvísindum og hefur það eitt og sér jafnvel fengið mun meira pláss í umræðunni. Hvað sem því líður stöndum við sem samfélag á tímamótum hvað varðar stöðu á andlegri líðan barna og ungmenna. Aðrar kannanir á borð við skýrslu UNICEF benda á að Ísland sé í fjórða sæti yfir fjölda sjálfsvíga hjá ungmennum. Mikilvægt er að láta þessar tölur tala saman og velta því upp hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli. Athuga hvort það gæti verið fylgni á milli aukinnar samkenndar og andlegrar vellíðunar og svo betri námsárangurs. Í stundatöflunni okkar hefur leikfimi verið kennd frá því elstu menn, konur og kvár muna eftir sér og ég vil meina að það sé orðið tímabært að innleiða geðrækt í námskrá allra skólastiga með því að kenna og efla samkennd. Hér eru 6 atriði sem rannsóknir sýna fram á sem ávinning af því að kenna og iðka samkennd í skólastarfi: 1. Betri tengsl samskipti Samkennd stuðlar að meiri tilfinningalegri tengingu milli nemenda og kennara. Þegar nemendur læra að skilja og virða tilfinningar annarra er líklegra að þeir byggi upp traustari tengsl, læri að leysa ágreining á friðsamlegan hátt og vinni betur saman í hópum. Þegar börn læra að vera meðvituð um tilfinningar sínar og annarra eru þau líklegri til að þróa með sér betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. 2. Minna einelti og ofbeldi Þegar samkennd er kennd og efld frá unga aldri eru minni líkur á því að nemendur verði þátttakendur í einelti og ofbeldi. Sterk samkennd myndi líka stuðla að því að börn gætu brugðist við ef þau verða vitni að einelti eða hvers konar ofbeldi. 3. Aukið vaxtarhugarfar og áfallaþroski Samkennd í eigin garð stuðlar að aukinni tilfinningalegri vellíðan hjá nemendum sem og vaxtarhugarfari. Þessi tilfinningalega hæfni getur einnig hjálpað þeim að takast á við streitu og áföll sem þau verða fyrir í lífinu. Það að geta mætt áföllum og öðrum erfiðum áskorunum í lífsins ólgusjó getur svo leitt til áfallaþroska. 4. Bættur námsárangur Samkennd getur aukið einbeitingu og stuðlað að meiri áhuga á náminu. Það hefur einnig áhrif á getu nemenda til að vinna saman. Ef börnum líður vel og sitja vel í sjálfum sér í skólaumhverfinu eru talsvert meiri líkur á að flest allt annað komi nánast af sjálfu sér. 5. Jákvæð menning í skólaumhverfinu Þegar samkennd og iðkun núvitundar er hluti af menningu skólans getur það stuðlað að jákvæðra námsumhverfi. Skólar þar sem samkennd er kennd og stunduð hafa tilhneigingu til að vera meira stuðningsríkir og mæta börnum þar sem þau eru stödd. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. 6. Heilbrigðari samfélagsleg þátttaka Tilgangur með skólagöngu og menntun á ekki einungis að vera að skapa verðandi starfsfólk í atvinnulífinu. Við viljum móta einstaklinga til að vera ábyrgir og mennskir þátttakendur í samfélaginu. Börn sem fá góða kennslu og handleiðslu í að rækta samkennd frá unga aldri eru líklegri til að geta átt í heilbrigðum samskiptum út ævina. Samkennd getur einnig aukið skilning á félagslegum málefnum og með því unnið gegn ójöfnuði hvarvetna. Höfundur er í 4. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og stundar framhaldsnám í áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna við Menntavísindasvið HÍ
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun