Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Aron Guðmundsson skrifar 2. desember 2024 11:02 Kevin De Bruyne og Pep Guardiola hafa starfað lengi saman hjá Manchester City. Kannski of lengi? Vísir/Getty Sparkspekingarnir og fyrrverandi leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, Gary Neville og Jamie Carragher, telja eitthvað miður gott í gangi milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og eins besta leikmann liðsins undanfarin ár Kevin De Bruyne. Sá síðarnefndi spilaði afar lítið í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Leik sem var sjötti tapleikur City í síðustu sjö leikjum. Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira