Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. desember 2024 13:02 Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Rekstur hins opinbera Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar