Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2024 09:31 Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar