Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2024 09:56 Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu. EPA/SHAWN THEW Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherrann, er sagður hafa reynt að svipta sig lífi í gærkvöldi en var stöðvaður af öryggisvörðum og er sagður við góða heilsu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir Kim hafa reynt að hengja sig með samanbundnum nærfötum. Hann hafði verið færður í varðhald skömmu áður en var ekki formlega handtekinn á þeim tímapunkti. Hann var þó handtekinn skömmu síðar eftir að dómstóll samþykkti handtökuskipun á hendur honum vegna aðkomu hans að tilraun Yoon til að koma á herlögum og fyrir misbeitingu valds. Hann er sá fyrsti til að vera handtekinn vegna herlaganna. Kim er grunaður um uppreisn og stendur frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisdómi eða jafnvel dauðadómi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Óvænt herlög Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir í síðustu viku að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Kim sendi hermenn að þinghúsinu til að loka því og koma í veg fyrir að þingmenn kæmust þar inn. Þingmönnum tókst þó að samþykkja ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Kim og Yoon eru gamlir skólafélagar og þegar ráðherrann var staðfestur í embætti fyrir um þremur mánuðum sökuðu meðlimir stjórnarandstöðunnar hann um að vilja beita herlögum. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lagt það til við forsetann að setja á herlög þegar Yoon sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Mótmælendur með myndir af Yoon Suk Yeol, forseta, og Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra.AP/Ahn Young-joon Stendur einnig frammi fyrir ákæru Lögregluþjónar fóru í morgun að skrifstofu Yoon og reyndu að framkvæma húsleit þar. Öryggisverðir forsetans komu þó í veg fyrir það og ríkir nokkurskonar umsátursástand þar. Yoon stendur einnig mögulega frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn, samkvæmt Yonhap, og hefur honum verið meinað að fara frá landi. Rannsakendur hafa fengið heimild til að framkvæma leit á skrifstofunni og á skrifstofum öryggisvarða forsetans og á skrifstofum herforingjaráðs Suður-Kóreu, en allt er þetta í sömu byggingunni. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherrann, er sagður hafa reynt að svipta sig lífi í gærkvöldi en var stöðvaður af öryggisvörðum og er sagður við góða heilsu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir Kim hafa reynt að hengja sig með samanbundnum nærfötum. Hann hafði verið færður í varðhald skömmu áður en var ekki formlega handtekinn á þeim tímapunkti. Hann var þó handtekinn skömmu síðar eftir að dómstóll samþykkti handtökuskipun á hendur honum vegna aðkomu hans að tilraun Yoon til að koma á herlögum og fyrir misbeitingu valds. Hann er sá fyrsti til að vera handtekinn vegna herlaganna. Kim er grunaður um uppreisn og stendur frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisdómi eða jafnvel dauðadómi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Óvænt herlög Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir í síðustu viku að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Kim sendi hermenn að þinghúsinu til að loka því og koma í veg fyrir að þingmenn kæmust þar inn. Þingmönnum tókst þó að samþykkja ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Kim og Yoon eru gamlir skólafélagar og þegar ráðherrann var staðfestur í embætti fyrir um þremur mánuðum sökuðu meðlimir stjórnarandstöðunnar hann um að vilja beita herlögum. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lagt það til við forsetann að setja á herlög þegar Yoon sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Mótmælendur með myndir af Yoon Suk Yeol, forseta, og Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra.AP/Ahn Young-joon Stendur einnig frammi fyrir ákæru Lögregluþjónar fóru í morgun að skrifstofu Yoon og reyndu að framkvæma húsleit þar. Öryggisverðir forsetans komu þó í veg fyrir það og ríkir nokkurskonar umsátursástand þar. Yoon stendur einnig mögulega frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn, samkvæmt Yonhap, og hefur honum verið meinað að fara frá landi. Rannsakendur hafa fengið heimild til að framkvæma leit á skrifstofunni og á skrifstofum öryggisvarða forsetans og á skrifstofum herforingjaráðs Suður-Kóreu, en allt er þetta í sömu byggingunni.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52
Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05