Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 08:00 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar í gærkvöld. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar. Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira