Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 12:01 John O'Shea og Heimir Hallgrímsson vöktu lukku á barnaspítala í Dublin og færðu börnum gjafir. Skjáskot/Twitter Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fór ásamt aðstoðarmanni sínum John O‘Shea og heimsótti Crumlin-barnaspítalann í Dublin þar sem þeir glöddu börnin með gjöfum fyrir jólin. Írska knattspyrnusambandið deildi í gær myndbandi af heimsókninni sem sjá má hér að neðan. The power of football 💚Republic of Ireland Head Coach Heimir Hallgrímsson and Assistant Head Coach John O'Shea visited the young patients @CHI_Ireland at Crumlin Hospital this week 👏Always a privilege to spread some Christmas cheer 🌲 pic.twitter.com/DNRGGgvLgM— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) December 14, 2024 Heimir og O‘Shea færðu börnunum meðal annars landsliðstreyjur og gleðin var svo sannarlega fölskvalaus hjá einni stelpunni þegar hún fékk að vita að hún yrði gestur á heimaleiknum mikilvæga við Búlgaríu, í Þjóðadeildarumspilinu í mars. Heimir tók við írska landsliðinu síðasta sumar og fékk O'Shea sér til aðstoðar en O'Shea hafði áður verið aðalþjálfari í skamman tíma. O'Shea var einn þekktasti leikmaður Íra og lék 118 A-landsleiki auk þess að spila fyrir enska stórveldið Manchester United um árabil og vinna fimm Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og fleira. Sagði fólki að vera á tánum varðandi flug til Bandaríkjanna Umspilið í Þjóðadeildinni er næsta landsliðsverkefni Heimis og O‘Shea en Írland þarf að vinna Búlgaríu í mars til að halda sér í B-deild, rétt eins og Ísland þarf að vinna Kósovó á sama tíma. Írar fengu svo eins og aðrir að vita það á föstudag með hverjum þeir verða í riðli í undankeppni HM 2026. Írar drógust í riðil með Armeníu, Ungverjalandi og sigurliðinu úr einvígi Portúgals og Danmerkur sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Undaanriðillinn verður spilaður frá september og fram í nóvember, rétt eins og í tilviki Íslands. Irish Independent segir að Írar hefðu bæði getað verið heppnari og óheppnari, en hefur eftir Heimi að allt sé opið varðandi möguleikann á að komast á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ef við viljum komast áfram þá verðum við að fá stig gegn þessum þjóðum sem eru hærra skrifaðar en við [Ungverjaland og Portúgal/Danmörk]. Við verðum tilbúnir í september. Ég ætla ekki að segja fólki að bóka flug til Bandaríkjanna en… byrjið að leita. Það er ekkert lið öruggt um efsta sætið í þessum riðli. Auðvitað er liðið úr efsta flokki líklegast en það endar ekki alltaf þannig,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Írska knattspyrnusambandið deildi í gær myndbandi af heimsókninni sem sjá má hér að neðan. The power of football 💚Republic of Ireland Head Coach Heimir Hallgrímsson and Assistant Head Coach John O'Shea visited the young patients @CHI_Ireland at Crumlin Hospital this week 👏Always a privilege to spread some Christmas cheer 🌲 pic.twitter.com/DNRGGgvLgM— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) December 14, 2024 Heimir og O‘Shea færðu börnunum meðal annars landsliðstreyjur og gleðin var svo sannarlega fölskvalaus hjá einni stelpunni þegar hún fékk að vita að hún yrði gestur á heimaleiknum mikilvæga við Búlgaríu, í Þjóðadeildarumspilinu í mars. Heimir tók við írska landsliðinu síðasta sumar og fékk O'Shea sér til aðstoðar en O'Shea hafði áður verið aðalþjálfari í skamman tíma. O'Shea var einn þekktasti leikmaður Íra og lék 118 A-landsleiki auk þess að spila fyrir enska stórveldið Manchester United um árabil og vinna fimm Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og fleira. Sagði fólki að vera á tánum varðandi flug til Bandaríkjanna Umspilið í Þjóðadeildinni er næsta landsliðsverkefni Heimis og O‘Shea en Írland þarf að vinna Búlgaríu í mars til að halda sér í B-deild, rétt eins og Ísland þarf að vinna Kósovó á sama tíma. Írar fengu svo eins og aðrir að vita það á föstudag með hverjum þeir verða í riðli í undankeppni HM 2026. Írar drógust í riðil með Armeníu, Ungverjalandi og sigurliðinu úr einvígi Portúgals og Danmerkur sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Undaanriðillinn verður spilaður frá september og fram í nóvember, rétt eins og í tilviki Íslands. Irish Independent segir að Írar hefðu bæði getað verið heppnari og óheppnari, en hefur eftir Heimi að allt sé opið varðandi möguleikann á að komast á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ef við viljum komast áfram þá verðum við að fá stig gegn þessum þjóðum sem eru hærra skrifaðar en við [Ungverjaland og Portúgal/Danmörk]. Við verðum tilbúnir í september. Ég ætla ekki að segja fólki að bóka flug til Bandaríkjanna en… byrjið að leita. Það er ekkert lið öruggt um efsta sætið í þessum riðli. Auðvitað er liðið úr efsta flokki líklegast en það endar ekki alltaf þannig,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira