Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2024 21:07 Djerf var á lista Forbes yfir þrjátíu áhrifamestu athafnamenn heims undir þrítugu í fyrra. Instagram Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti. Aftonbladet ræddi við ellefu fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins Djerf Avenue á dögunum sem sögðu farir sínar ekki sléttar af eigandanum, sem er jafnframt einn þekktasti áhrifavaldur heims um þessar mundir. Viðmælendur sögðust ýmist hafa orðið vitni að einelti á vinnustaðnum á hverjum degi, Djerf hafi brotið starfsfólk sitt niður með niðurlægingum og hrópum og sýnt af sér yfirlæti og hroka. Þá er Djerf sökuð um fitusmánun, þrátt fyrir að fyrirtækið stærði sig iðulega af því hve margar stærðir væru í boði á fötum Djerf Avenue. Djerf hefur nú birt afsökunarbeiðni á Instagram síðu sína, þar sem hún biður hvern þann sem hún kann að hafa sært afsökunar. „Þegar ég stofnaði Djerf Avenur bjóst ég aldrei við að starfsmennirnir yrðu svona margir og ábyrgðin svona mikil. Ég var ekki tilbún. Ég hef aldrei fyrr stjórnað fyrirtæki, og vegna mikils álags og tíðra breytinga mistókst mér að vera sá leiðtogi og samstarfsmaður sem mig langar til að vera,“ segir meðal annars í færslunni. Hún segist þegar hafa gert ráðstafanir til þess að bæta vinnuumhverfið. Hún hafi til að mynda ráðið inn reyndari framkvæmdastjórn og ráðið sálfræðing og annan mannauðsfulltrúa til starfa hjá fyrirtækinu. Þá hyggst hún sjálf líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by Matilda Djerf (@matildadjerf) Tíska og hönnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Aftonbladet ræddi við ellefu fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins Djerf Avenue á dögunum sem sögðu farir sínar ekki sléttar af eigandanum, sem er jafnframt einn þekktasti áhrifavaldur heims um þessar mundir. Viðmælendur sögðust ýmist hafa orðið vitni að einelti á vinnustaðnum á hverjum degi, Djerf hafi brotið starfsfólk sitt niður með niðurlægingum og hrópum og sýnt af sér yfirlæti og hroka. Þá er Djerf sökuð um fitusmánun, þrátt fyrir að fyrirtækið stærði sig iðulega af því hve margar stærðir væru í boði á fötum Djerf Avenue. Djerf hefur nú birt afsökunarbeiðni á Instagram síðu sína, þar sem hún biður hvern þann sem hún kann að hafa sært afsökunar. „Þegar ég stofnaði Djerf Avenur bjóst ég aldrei við að starfsmennirnir yrðu svona margir og ábyrgðin svona mikil. Ég var ekki tilbún. Ég hef aldrei fyrr stjórnað fyrirtæki, og vegna mikils álags og tíðra breytinga mistókst mér að vera sá leiðtogi og samstarfsmaður sem mig langar til að vera,“ segir meðal annars í færslunni. Hún segist þegar hafa gert ráðstafanir til þess að bæta vinnuumhverfið. Hún hafi til að mynda ráðið inn reyndari framkvæmdastjórn og ráðið sálfræðing og annan mannauðsfulltrúa til starfa hjá fyrirtækinu. Þá hyggst hún sjálf líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by Matilda Djerf (@matildadjerf)
Tíska og hönnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira