Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 12:17 Gagnrýnið bréf Evrópuþingmanna er stílað á Gianni Infantino, forseta FIFA. Vísir/EPA Hópur Evrópuþingmanna hefur sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum af ákvörðun sambandsins um að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu. Hún veki spurningar um hvort FIFA láti sig mannréttindi varða. FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti. Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti.
Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira