Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 08:55 Gisele Pelicot tjáði sig við fréttafólk í dómshúsinu í Avignon í dag. Þar sagðist hún ekki sjá eftir því að hafa stigið fram og þakkaði fyrir stuðninginn. AP/Lewis Joly Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira