Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 20:40 Þjófarnir eru sagðir leita uppi fólk sem er eitt á ferð og fylgjast með þeim greiða í verslunum, til að sjá PIN-númer þeirra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta. Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á. Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á.
Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50
Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03