Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 11:15 Freyr Alexandersson gæti mögulega orðið næsti knattspyrnustjóri Cardiff. Getty Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira