Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. desember 2024 08:00 Freyr Alexandersson. Getty Freyr Alexandersson kveðst hafa dregið mikinn lærdóm af tíma sínum með Kortrijk í Belgíu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni. Starfsfólk félagsins var sorgmætt þegar þjálfarinn kvaddi. Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Sjá meira
Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Sjá meira
Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15