Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 20:48 Þær eru miklar vinkonur, þær Emma Sólveig og Guðrún Sólveig. aðsend Hin ellefu ára gamla Emma Sólveig Loftsdóttir veitti björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupsstað peningagjöf í síðustu viku að fjárhæð tuttugu þúsund krónur. Peningnum safnaði hún upp á eigin spýtur í þakklætisskyni fyrir að koma ömmu sinni til bjargar, þegar snjóflóð féllu á bæinn í mars á síðasta ári. Snjóflóð hafa fylgt fjölskyldunni en langafi hennar slapp naumlega við snjóflóð sem féll á bæinn fyrir fimmtíu árum og varð tólf manns að bana. Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, amma Emmu, var stödd í fjölbýlishúsi við Starmýri í Neskaupsstað sem varð verst úti í snjóflóði sem féll þann 27. mars 2023. Flóðið braut sér leið inn í íbúðir og stigaganga hússins og Guðrún, sem lá sofandi á annarri hæð hússins, fékk brotna rúðu og snjó yfir sig í rúminu. Á morgun verða fimmtíu ár liðin frá því að tvö stór snjóflóð féllu á Neskaupsstað. Alls féllu átta snjóflóð í Norðfirði þann 20. desember 1974 og urðu tólf manns að bana. „Langafi minn varð næstum því fyrir snjóflóðinu. Hann ætlaði að fara í rútu en svo þurfti hann að fara í bankann. Þannig að hann slapp. Þeir sem fóru í rútuna urðu fyrir snjóflóðinu og dóu,“ segir Emma Sólveig í samtali við vísi. Flóðið á síðasta ári ýfði því upp slæmar minningar meðal bæjarbúa. Neyðarstigi var lýst yfir og björgunarsveitir unnu að rýmingu 160 húsa, ásamt því að opna fjöldajálparstöð. Seldi gömul föt og dót Emma Sólveig vildi þakka björgunarsveitum fyrir sitt framlag. „Ég fékk hugmyndina eftir að amma mín lenti í snjóflóðinu og Gerpir björgunarsveitin hafði bjargað henni. Þá vildi ég bara segja takk fyrir og ákvað að ég myndi safna pening fyrir þá,“ segir Emma í samtali við Vísi. Hún tók sig því til og seldi gamla dótið sitt og gömlu fötin yfir verslunarmannahelgina síðastliðna á tombólu. Í síðustu viku afhenti hún svo björgunarsveitinni Gerpi tuttugu þúsund krónur, sem var afrakstur söfnunarinnar, eins og Austurfrétt greindi frá. Emma Sólveig færði Daða Benediktssyni formanni Gerpis gjöfina. Hann kunni henni bestu þakkir fyrir.aðsend Dagurinn sem snjóflóðin féllu er Emmu minnistæður. „Björgunarsveitin kom með hana hingað til okkar inn um hurðina, þar sem hún hélt á hundinum sínum í teppi. Henni var ískalt, öll út í snjó og blóði. Hún fékk glerbrot í tánna og þurfti að fara á spítalann. Og það skemmdist eiginlega allt í húsinu hennar,“ segir Emma sem er í sjötta bekk, stundar blak og fótbolta og æfir á þverflautu. Þá er hún er mikil ömmustelpa. „Þegar ég sagði ömmu frá þá fór hún næstum því að gráta, hún táraðist bara,“ segir hún. Nöfnurnar Emma Sólveig og Guðrún Sólveig.aðsend Rætt var við Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Guðrúnar og móður Emmu, og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Góðverk Náttúruhamfarir Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, amma Emmu, var stödd í fjölbýlishúsi við Starmýri í Neskaupsstað sem varð verst úti í snjóflóði sem féll þann 27. mars 2023. Flóðið braut sér leið inn í íbúðir og stigaganga hússins og Guðrún, sem lá sofandi á annarri hæð hússins, fékk brotna rúðu og snjó yfir sig í rúminu. Á morgun verða fimmtíu ár liðin frá því að tvö stór snjóflóð féllu á Neskaupsstað. Alls féllu átta snjóflóð í Norðfirði þann 20. desember 1974 og urðu tólf manns að bana. „Langafi minn varð næstum því fyrir snjóflóðinu. Hann ætlaði að fara í rútu en svo þurfti hann að fara í bankann. Þannig að hann slapp. Þeir sem fóru í rútuna urðu fyrir snjóflóðinu og dóu,“ segir Emma Sólveig í samtali við vísi. Flóðið á síðasta ári ýfði því upp slæmar minningar meðal bæjarbúa. Neyðarstigi var lýst yfir og björgunarsveitir unnu að rýmingu 160 húsa, ásamt því að opna fjöldajálparstöð. Seldi gömul föt og dót Emma Sólveig vildi þakka björgunarsveitum fyrir sitt framlag. „Ég fékk hugmyndina eftir að amma mín lenti í snjóflóðinu og Gerpir björgunarsveitin hafði bjargað henni. Þá vildi ég bara segja takk fyrir og ákvað að ég myndi safna pening fyrir þá,“ segir Emma í samtali við Vísi. Hún tók sig því til og seldi gamla dótið sitt og gömlu fötin yfir verslunarmannahelgina síðastliðna á tombólu. Í síðustu viku afhenti hún svo björgunarsveitinni Gerpi tuttugu þúsund krónur, sem var afrakstur söfnunarinnar, eins og Austurfrétt greindi frá. Emma Sólveig færði Daða Benediktssyni formanni Gerpis gjöfina. Hann kunni henni bestu þakkir fyrir.aðsend Dagurinn sem snjóflóðin féllu er Emmu minnistæður. „Björgunarsveitin kom með hana hingað til okkar inn um hurðina, þar sem hún hélt á hundinum sínum í teppi. Henni var ískalt, öll út í snjó og blóði. Hún fékk glerbrot í tánna og þurfti að fara á spítalann. Og það skemmdist eiginlega allt í húsinu hennar,“ segir Emma sem er í sjötta bekk, stundar blak og fótbolta og æfir á þverflautu. Þá er hún er mikil ömmustelpa. „Þegar ég sagði ömmu frá þá fór hún næstum því að gráta, hún táraðist bara,“ segir hún. Nöfnurnar Emma Sólveig og Guðrún Sólveig.aðsend Rætt var við Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Guðrúnar og móður Emmu, og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Góðverk Náttúruhamfarir Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira