Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 12:24 Víkingar unnu tvo sigra, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum í Sambandsdeildinni. Það skilaði þeim 19. sæti og áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. vísir/Anton Það skýrðist í dag hverjir verða mótherjar Víkings í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu hér á Vísi. Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01
Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02
Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28
Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00