„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2024 12:32 Andrés Jónsson almannatengill segir líklegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar muni taka þingmenn á tal í dag líkt og Þorgerður Katrín. Vísir/Vilhelm Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. Valkyrjurnar svokölluðu hafa lýst því yfir að stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verði kynnt þjóðinni um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis verður Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn, og Viðreisnarliðar munu skipa sér í utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Inga Sæland formaður Flokks fólksins fær félagsmálaráðuneytið, enda eru þar þeir málaflokkar sem helst brenna á henni og hennar fólki. Andrés Jónsson almannatengill segir þetta líklegustu skiptinguna. „Það er skiljanlegt þó margir hafi mátað Kristrúnu við fjármálaráðuneytið að hún hugsi að það komi ekki alltaf tækifæri til að leiða ríkisstjórn. Viðreisn fær bæði utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið og getur að mínu mati vel við unað,“ segir Andrés og telur eins líklegt að Flokkur fólksins fái félagsmálaráðuneytin. „Það sést kannski á því hversu stuttan tíma þetta hefur tekið að þetta hefur verið nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað.“' Aðhalds- og skattamál efst á lista Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands hefur verið mátaður við fjármálaráðherraembættið, sem utanþingsráðherra, og segir Andrés ekki galið að hann taki eitthvert ráðherrasætanna. „Miðað við blaðamannafundinn í gær þar sem Þorgerður hélt því til haga að fjármálaráðuneytið yrði óbreytt og málaflokkarnir sem það fer með í dag yrðu þar áfram fannst mér aðeins benda til að hún verði fjármálaráðherra. Daði Már gæti fengið eitthvað annað ráðuneyti sem Viðreisn gæti fengið, til dæmis viðskiptaráðuneytið eða atvinnuvegaráðuneytið,“ segir Andrés. Þá sé líklegast að forseti þingsins verði úr sama flokki og forsætisráðherra. „Forsætisráðherra og forseti þingsins þurfa að eiga mjög náið samstarf. Ein rök fyrir því að Samfylkingin fái það er auðvitað að Samfylkingin er með fleiri þingmenn en Viðreisn en með jafn marga ráðherra.“ Um helstu áhersluatriði nýrrar ríkisstjórnar segir Andrés líklegt að aðhalds- og skattamál verði ofarlega á lista. Þegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða með fækkun ráðuneyta. „Hugsanlega verða tilkynntar einhverjar áherslur varðandi skattlagningu á atvinnugreinar - sjávarútveg og ferðaþjónustu. Svo tel ég að það verði talað um fjárfestingu í innviðum og fjárfestingu í heilbrigðisgeiranum.“ Fá stundum að vita að þeir séu ráðherrar á þingflokksfundi Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar boðað þingmenn sína á einstaklingsfundi í dag. Andrés gerir ráð fyrir að aðrir formenn geri slíkt hið sama. „Þar sem hann segir þeim ekki hvort hann ætli að gera þá að ráðherra eða ekki en heyrir sjónarmið þeirra gagnvart ráðherravali flokksins,“ segir Andrés. „Síðan er þeim tilkynnt rétt fyrir þingflokksfundinn, sem verða ráðherrar eða í sumum tilfellum hefur það verið tilkynnt á sjálfum þingflokksfundinum, bara lesinn upp ráðherralisti til samþykktar.“ Þingflokkarnir munu funda hver í sínu lagi klukkan níu í fyrramálið og greiða atkvæði um tillögu formanns að ráðherraskipan. Klukkan hálf ellefu munu stjórnir flokkanna funda og boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan eitt á morgun þar sem nýr stjórnarsáttmáli verður kynntur. Gert er ráð fyrir að lyklaskipti ráðherra fari fram á sunnudag. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Kynna ráðherraksipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem fram fór í morgun en sá var að öllum líkindum sá síðasti hjá þessari fráfarandi ríkisstjórn. 20. desember 2024 11:38 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Valkyrjurnar svokölluðu hafa lýst því yfir að stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verði kynnt þjóðinni um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis verður Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn, og Viðreisnarliðar munu skipa sér í utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Inga Sæland formaður Flokks fólksins fær félagsmálaráðuneytið, enda eru þar þeir málaflokkar sem helst brenna á henni og hennar fólki. Andrés Jónsson almannatengill segir þetta líklegustu skiptinguna. „Það er skiljanlegt þó margir hafi mátað Kristrúnu við fjármálaráðuneytið að hún hugsi að það komi ekki alltaf tækifæri til að leiða ríkisstjórn. Viðreisn fær bæði utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið og getur að mínu mati vel við unað,“ segir Andrés og telur eins líklegt að Flokkur fólksins fái félagsmálaráðuneytin. „Það sést kannski á því hversu stuttan tíma þetta hefur tekið að þetta hefur verið nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað.“' Aðhalds- og skattamál efst á lista Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands hefur verið mátaður við fjármálaráðherraembættið, sem utanþingsráðherra, og segir Andrés ekki galið að hann taki eitthvert ráðherrasætanna. „Miðað við blaðamannafundinn í gær þar sem Þorgerður hélt því til haga að fjármálaráðuneytið yrði óbreytt og málaflokkarnir sem það fer með í dag yrðu þar áfram fannst mér aðeins benda til að hún verði fjármálaráðherra. Daði Már gæti fengið eitthvað annað ráðuneyti sem Viðreisn gæti fengið, til dæmis viðskiptaráðuneytið eða atvinnuvegaráðuneytið,“ segir Andrés. Þá sé líklegast að forseti þingsins verði úr sama flokki og forsætisráðherra. „Forsætisráðherra og forseti þingsins þurfa að eiga mjög náið samstarf. Ein rök fyrir því að Samfylkingin fái það er auðvitað að Samfylkingin er með fleiri þingmenn en Viðreisn en með jafn marga ráðherra.“ Um helstu áhersluatriði nýrrar ríkisstjórnar segir Andrés líklegt að aðhalds- og skattamál verði ofarlega á lista. Þegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða með fækkun ráðuneyta. „Hugsanlega verða tilkynntar einhverjar áherslur varðandi skattlagningu á atvinnugreinar - sjávarútveg og ferðaþjónustu. Svo tel ég að það verði talað um fjárfestingu í innviðum og fjárfestingu í heilbrigðisgeiranum.“ Fá stundum að vita að þeir séu ráðherrar á þingflokksfundi Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar boðað þingmenn sína á einstaklingsfundi í dag. Andrés gerir ráð fyrir að aðrir formenn geri slíkt hið sama. „Þar sem hann segir þeim ekki hvort hann ætli að gera þá að ráðherra eða ekki en heyrir sjónarmið þeirra gagnvart ráðherravali flokksins,“ segir Andrés. „Síðan er þeim tilkynnt rétt fyrir þingflokksfundinn, sem verða ráðherrar eða í sumum tilfellum hefur það verið tilkynnt á sjálfum þingflokksfundinum, bara lesinn upp ráðherralisti til samþykktar.“ Þingflokkarnir munu funda hver í sínu lagi klukkan níu í fyrramálið og greiða atkvæði um tillögu formanns að ráðherraskipan. Klukkan hálf ellefu munu stjórnir flokkanna funda og boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan eitt á morgun þar sem nýr stjórnarsáttmáli verður kynntur. Gert er ráð fyrir að lyklaskipti ráðherra fari fram á sunnudag.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Kynna ráðherraksipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem fram fór í morgun en sá var að öllum líkindum sá síðasti hjá þessari fráfarandi ríkisstjórn. 20. desember 2024 11:38 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kynna ráðherraksipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42
Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem fram fór í morgun en sá var að öllum líkindum sá síðasti hjá þessari fráfarandi ríkisstjórn. 20. desember 2024 11:38
Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45