„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2024 20:01 Albert Ingason ræddi afrek Víkinga í Sambandsdeildinni. vísir / einar Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu. Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51