Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 13:02 Dagný ásamt sonum sínum, Andreas og Brynjari. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað vel með West Ham á Englandi að undanförnu en er nú komin til Íslands í jólafrí, sem hún mun verja í faðmi fjölskyldunnar. Hún vonast til að finna lóðasett í jólapakkanum í kvöld svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar. Dagný veitti viðtal á heimasíðu West Ham sem lesa má í heild sinni hér. Hún eignaðist sitt annað barn í febrúar, soninn Andreas en fyrir átti hún son sem heitir Brynjar og er sex ára. Í september sneri hún aftur á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð, í leik gegn Manchester United, en hún hafði þá ekki spilað í sextán mánuði. Fyrsta mark tímabilsins skoraði hún svo í næstsíðasta leiknum fyrir jólafrí, 3-0 bikarsigri gegn Tottenham. Dagný skoraði fyrir West Ham í 3-0 sigri gegn Tottenham í enska deildabikarnum.Paul Harding - The FA/The FA via Getty Images Hún fór þannig í frí á mjög góðum nótum en West Ham, sem situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, á ekki leik aftur fyrr en 12. janúar. Það ætti því að gefast nægur tími til að njóta yfir jólin, sem Dagný hefur alltaf elskað. „Alveg frá því ég var lítil hef ég algjörlega elskað jólin, og nú þegar ég á börn er ég að upplifa það allt aftur. Elsti sonur minn er sex ára, sem er fullkominn aldur fyrir jólin, og stundum líður mér eins og ég sé orðin tíu ára aftur. Ég er að upplifa alla spennuna aftur í gegnum hann, það er svo gaman að sjá bros á andlitum barnanna.“ Dagný sagði lesendum líka frá öllum helstu íslensku jólahefðunum; sveinunum þrettán sem gefa í skóinn, leitinni að möndlu í grautnum, árlega skötuboðinu sem hún fer í á Þorláksmessu og sérstaka tímasetningu okkar Íslendinga sem höldum jólin á aðfangadegi jóla frekar en á jóladag eins og tíðkast í Bretlandi og víðar. Í jólagjöf óskaði hún eftir lóðasetti svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar, en það myndi ekki toppa bestu gjöf sem hún hefur nokkurn tímann fengið: „Það var þegar ég var tíu eða ellefu ára gömul og fékk íslenska landsliðsbúninginn í fyrsta sinn,“ sagði Dagný sem ætlar að leyfa eiginmanni sínum, Ómari Páli Sigurbjartssyni, að sjá um eldamennskuna í kvöld. „Ég er ekki mikið fyrir að elda svo maðurinn sér um matinn og ég um meðlætið.“ Viðtalið í heild sinni má finna hér á heimasíðu West Ham. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Dagný veitti viðtal á heimasíðu West Ham sem lesa má í heild sinni hér. Hún eignaðist sitt annað barn í febrúar, soninn Andreas en fyrir átti hún son sem heitir Brynjar og er sex ára. Í september sneri hún aftur á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð, í leik gegn Manchester United, en hún hafði þá ekki spilað í sextán mánuði. Fyrsta mark tímabilsins skoraði hún svo í næstsíðasta leiknum fyrir jólafrí, 3-0 bikarsigri gegn Tottenham. Dagný skoraði fyrir West Ham í 3-0 sigri gegn Tottenham í enska deildabikarnum.Paul Harding - The FA/The FA via Getty Images Hún fór þannig í frí á mjög góðum nótum en West Ham, sem situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, á ekki leik aftur fyrr en 12. janúar. Það ætti því að gefast nægur tími til að njóta yfir jólin, sem Dagný hefur alltaf elskað. „Alveg frá því ég var lítil hef ég algjörlega elskað jólin, og nú þegar ég á börn er ég að upplifa það allt aftur. Elsti sonur minn er sex ára, sem er fullkominn aldur fyrir jólin, og stundum líður mér eins og ég sé orðin tíu ára aftur. Ég er að upplifa alla spennuna aftur í gegnum hann, það er svo gaman að sjá bros á andlitum barnanna.“ Dagný sagði lesendum líka frá öllum helstu íslensku jólahefðunum; sveinunum þrettán sem gefa í skóinn, leitinni að möndlu í grautnum, árlega skötuboðinu sem hún fer í á Þorláksmessu og sérstaka tímasetningu okkar Íslendinga sem höldum jólin á aðfangadegi jóla frekar en á jóladag eins og tíðkast í Bretlandi og víðar. Í jólagjöf óskaði hún eftir lóðasetti svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar, en það myndi ekki toppa bestu gjöf sem hún hefur nokkurn tímann fengið: „Það var þegar ég var tíu eða ellefu ára gömul og fékk íslenska landsliðsbúninginn í fyrsta sinn,“ sagði Dagný sem ætlar að leyfa eiginmanni sínum, Ómari Páli Sigurbjartssyni, að sjá um eldamennskuna í kvöld. „Ég er ekki mikið fyrir að elda svo maðurinn sér um matinn og ég um meðlætið.“ Viðtalið í heild sinni má finna hér á heimasíðu West Ham.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira