Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 13:02 Dagný ásamt sonum sínum, Andreas og Brynjari. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað vel með West Ham á Englandi að undanförnu en er nú komin til Íslands í jólafrí, sem hún mun verja í faðmi fjölskyldunnar. Hún vonast til að finna lóðasett í jólapakkanum í kvöld svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar. Dagný veitti viðtal á heimasíðu West Ham sem lesa má í heild sinni hér. Hún eignaðist sitt annað barn í febrúar, soninn Andreas en fyrir átti hún son sem heitir Brynjar og er sex ára. Í september sneri hún aftur á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð, í leik gegn Manchester United, en hún hafði þá ekki spilað í sextán mánuði. Fyrsta mark tímabilsins skoraði hún svo í næstsíðasta leiknum fyrir jólafrí, 3-0 bikarsigri gegn Tottenham. Dagný skoraði fyrir West Ham í 3-0 sigri gegn Tottenham í enska deildabikarnum.Paul Harding - The FA/The FA via Getty Images Hún fór þannig í frí á mjög góðum nótum en West Ham, sem situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, á ekki leik aftur fyrr en 12. janúar. Það ætti því að gefast nægur tími til að njóta yfir jólin, sem Dagný hefur alltaf elskað. „Alveg frá því ég var lítil hef ég algjörlega elskað jólin, og nú þegar ég á börn er ég að upplifa það allt aftur. Elsti sonur minn er sex ára, sem er fullkominn aldur fyrir jólin, og stundum líður mér eins og ég sé orðin tíu ára aftur. Ég er að upplifa alla spennuna aftur í gegnum hann, það er svo gaman að sjá bros á andlitum barnanna.“ Dagný sagði lesendum líka frá öllum helstu íslensku jólahefðunum; sveinunum þrettán sem gefa í skóinn, leitinni að möndlu í grautnum, árlega skötuboðinu sem hún fer í á Þorláksmessu og sérstaka tímasetningu okkar Íslendinga sem höldum jólin á aðfangadegi jóla frekar en á jóladag eins og tíðkast í Bretlandi og víðar. Í jólagjöf óskaði hún eftir lóðasetti svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar, en það myndi ekki toppa bestu gjöf sem hún hefur nokkurn tímann fengið: „Það var þegar ég var tíu eða ellefu ára gömul og fékk íslenska landsliðsbúninginn í fyrsta sinn,“ sagði Dagný sem ætlar að leyfa eiginmanni sínum, Ómari Páli Sigurbjartssyni, að sjá um eldamennskuna í kvöld. „Ég er ekki mikið fyrir að elda svo maðurinn sér um matinn og ég um meðlætið.“ Viðtalið í heild sinni má finna hér á heimasíðu West Ham. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira
Dagný veitti viðtal á heimasíðu West Ham sem lesa má í heild sinni hér. Hún eignaðist sitt annað barn í febrúar, soninn Andreas en fyrir átti hún son sem heitir Brynjar og er sex ára. Í september sneri hún aftur á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð, í leik gegn Manchester United, en hún hafði þá ekki spilað í sextán mánuði. Fyrsta mark tímabilsins skoraði hún svo í næstsíðasta leiknum fyrir jólafrí, 3-0 bikarsigri gegn Tottenham. Dagný skoraði fyrir West Ham í 3-0 sigri gegn Tottenham í enska deildabikarnum.Paul Harding - The FA/The FA via Getty Images Hún fór þannig í frí á mjög góðum nótum en West Ham, sem situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, á ekki leik aftur fyrr en 12. janúar. Það ætti því að gefast nægur tími til að njóta yfir jólin, sem Dagný hefur alltaf elskað. „Alveg frá því ég var lítil hef ég algjörlega elskað jólin, og nú þegar ég á börn er ég að upplifa það allt aftur. Elsti sonur minn er sex ára, sem er fullkominn aldur fyrir jólin, og stundum líður mér eins og ég sé orðin tíu ára aftur. Ég er að upplifa alla spennuna aftur í gegnum hann, það er svo gaman að sjá bros á andlitum barnanna.“ Dagný sagði lesendum líka frá öllum helstu íslensku jólahefðunum; sveinunum þrettán sem gefa í skóinn, leitinni að möndlu í grautnum, árlega skötuboðinu sem hún fer í á Þorláksmessu og sérstaka tímasetningu okkar Íslendinga sem höldum jólin á aðfangadegi jóla frekar en á jóladag eins og tíðkast í Bretlandi og víðar. Í jólagjöf óskaði hún eftir lóðasetti svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar, en það myndi ekki toppa bestu gjöf sem hún hefur nokkurn tímann fengið: „Það var þegar ég var tíu eða ellefu ára gömul og fékk íslenska landsliðsbúninginn í fyrsta sinn,“ sagði Dagný sem ætlar að leyfa eiginmanni sínum, Ómari Páli Sigurbjartssyni, að sjá um eldamennskuna í kvöld. „Ég er ekki mikið fyrir að elda svo maðurinn sér um matinn og ég um meðlætið.“ Viðtalið í heild sinni má finna hér á heimasíðu West Ham.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira