Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. desember 2024 08:00 Wayne Rooney og Frank Lampard sneru sér báðir að þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk. Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil. Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira