Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 14:17 Heung-Min Son, Mohamed Salah og Kevin De Bruyne gætu allir farið frítt frá félögum sínum í sumar. Vísir/Getty Óhætt er að segja að það séu nokkur stór nöfn á listanum yfir þá leikmenn sem renna út á samningi í ensku úrvalsdeildinni næsta sumar. Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Sjá meira
Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Sjá meira