Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 09:32 Knattspyrnukonurnar fjórar þurftu að dúsa í fangelsi öll jólin en þær eru nú lausar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Dondi Tawatao Fjórir leikmenn kvennaliðs River Plate í fótbolta eru loksins lausar úr fangelsi þar sem þær dúsuðu í marga daga eftir handtöku í fótboltaleik stuttu fyrir jól. Leikmenn argentínska liðsins voru handteknar fyrir kynþóttafordóma gagnvart boltastrák í leik liðsins í fótboltamóti í Sao Paulo. Þetta var undanúrslitaleikur í mótinu á milli River Plate og brasilíska liðsins Grêmio. Dómari stöðvaði leikinn og rak sex leikmenn River af velli með rautt spjald. Hann flautaði svo leikinn af vegna þess að það voru ekki nægilega margir leikmenn liðsins eftir inn á vellinum. Leikmennirnir sem voru síðan handteknar af brasilísku lögreglunni fyrir rasisma heita Candela Díaz, Camila Duarte, Juana Cángaro og Milagros Díaz. Þær voru handteknar eftir þennan leik liðsins 21. desember síðastliðinn. Þær losnuðu síðan ekki fyrr á föstudaginn 27. desember og aðeins með því að lofa að mæta fyrir rétt í Sao Paulo í hverjum mánuði þar til að dómsmálið klárast. ESPN segir frá. Konurnar eyddu því jólunum í fangelsi. Díaz er sökuð um að gefa boltastráknum apamerki en knattspyrnukonurnar segja að strákurinn hafi ögrað þeim. Þjálfari Grêmio hélt því einnig fram að argentínsku leikmennirnir hafi kallað leikmenn sína apa í leiknum. Staðan var 1-1 í leiknum og Grêmio var síðan dæmdur sigur og argentínska félagið sett í tveggja ára bann. Hvorki lögfræðingur kvennanna eða þær sjálfar hafa gefið upp hvort þær séu á leiðinni aftur heim til Argentínu. River Plate fordæmdi kynþáttafordóma kvennanna og segist ætla að taka á málinu innanhúss. Argentína Brasilía Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Leikmenn argentínska liðsins voru handteknar fyrir kynþóttafordóma gagnvart boltastrák í leik liðsins í fótboltamóti í Sao Paulo. Þetta var undanúrslitaleikur í mótinu á milli River Plate og brasilíska liðsins Grêmio. Dómari stöðvaði leikinn og rak sex leikmenn River af velli með rautt spjald. Hann flautaði svo leikinn af vegna þess að það voru ekki nægilega margir leikmenn liðsins eftir inn á vellinum. Leikmennirnir sem voru síðan handteknar af brasilísku lögreglunni fyrir rasisma heita Candela Díaz, Camila Duarte, Juana Cángaro og Milagros Díaz. Þær voru handteknar eftir þennan leik liðsins 21. desember síðastliðinn. Þær losnuðu síðan ekki fyrr á föstudaginn 27. desember og aðeins með því að lofa að mæta fyrir rétt í Sao Paulo í hverjum mánuði þar til að dómsmálið klárast. ESPN segir frá. Konurnar eyddu því jólunum í fangelsi. Díaz er sökuð um að gefa boltastráknum apamerki en knattspyrnukonurnar segja að strákurinn hafi ögrað þeim. Þjálfari Grêmio hélt því einnig fram að argentínsku leikmennirnir hafi kallað leikmenn sína apa í leiknum. Staðan var 1-1 í leiknum og Grêmio var síðan dæmdur sigur og argentínska félagið sett í tveggja ára bann. Hvorki lögfræðingur kvennanna eða þær sjálfar hafa gefið upp hvort þær séu á leiðinni aftur heim til Argentínu. River Plate fordæmdi kynþáttafordóma kvennanna og segist ætla að taka á málinu innanhúss.
Argentína Brasilía Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira