„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2025 17:32 Óskar Hrafn talaði hreint út að leik loknum. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR í Bestu deild karla í fótbolta, talaði ekki undir rós eftir tap sinna manna í Vestmannaeyjum. Sigurmark ÍBV kom í blálokin en það hafði legið lengi í loftinu. „Þetta er auðvitað svekkjandi, en þetta lá í loftinu. Við vorum vissulega meira með boltann en við náðum ekki að opna þá nægilega oft. Þegar við töpuðum boltanum, þá töpuðum við boltanum illa. Það er ekkert við þessu að segja, ég myndi halda að þetta sé okkar lélegasti leikur í sumar. Við áttum raunverulega ekki neitt skilið úr þessum leik, því miður,“ sagði Óskar Hrafn eftir leik. Þér finnst þessi úrslit sanngjörn? „Ég held ég geti ekki staðið hérna og logið að þér og sjónvarpsáhorfendum, þetta voru sanngjörn úrslit.“ Það voru mikið af sendingum sem fóru forgörðum hjá KR-ingum og áttu þeir í basli með að verjast skyndisóknum heimamanna. „Uppleggið var að færa boltann hratt og reyna fara í þau svæði sem opnast, þar sem við erum búnir að draga menn úr stöðum. Það vantaði upp á einbeitingu í sendingum og grimmdina í návígum. Fyrst og síðast þá erum við erum að tapa boltanum á slæmum stöðum, stundum erum við fáir í vörn og í slæmu jafnvægi og þá er mikilvægt að passa upp á boltann.“ „Við vorum að reyna erfiðar sendingar og þvinga hlutina. Þetta er alvöru lærdómur að ef þú passar ekki upp á boltann á móti liði eins og ÍBV, að þá er þér refsað.“ KR situr í næst neðsta sæti deildarinnar með 17 stig og eru 5 leikir eftir í deildinni eða þar til hún skiptist í efri og neðri hluta. Alvöru slagur fram undan hjá KR-ingum þar sem 4 af 5 leikjum eru á móti liðum í efri hluta deildarinnar. „Frammistaðan fer meira fyrir brjóstið á mér heldur en að við höfum tapað þessum leik, því mér fannst frammistaðan ekki góð og það er eitthvað sem við verðum að laga í næsta leik.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
„Þetta er auðvitað svekkjandi, en þetta lá í loftinu. Við vorum vissulega meira með boltann en við náðum ekki að opna þá nægilega oft. Þegar við töpuðum boltanum, þá töpuðum við boltanum illa. Það er ekkert við þessu að segja, ég myndi halda að þetta sé okkar lélegasti leikur í sumar. Við áttum raunverulega ekki neitt skilið úr þessum leik, því miður,“ sagði Óskar Hrafn eftir leik. Þér finnst þessi úrslit sanngjörn? „Ég held ég geti ekki staðið hérna og logið að þér og sjónvarpsáhorfendum, þetta voru sanngjörn úrslit.“ Það voru mikið af sendingum sem fóru forgörðum hjá KR-ingum og áttu þeir í basli með að verjast skyndisóknum heimamanna. „Uppleggið var að færa boltann hratt og reyna fara í þau svæði sem opnast, þar sem við erum búnir að draga menn úr stöðum. Það vantaði upp á einbeitingu í sendingum og grimmdina í návígum. Fyrst og síðast þá erum við erum að tapa boltanum á slæmum stöðum, stundum erum við fáir í vörn og í slæmu jafnvægi og þá er mikilvægt að passa upp á boltann.“ „Við vorum að reyna erfiðar sendingar og þvinga hlutina. Þetta er alvöru lærdómur að ef þú passar ekki upp á boltann á móti liði eins og ÍBV, að þá er þér refsað.“ KR situr í næst neðsta sæti deildarinnar með 17 stig og eru 5 leikir eftir í deildinni eða þar til hún skiptist í efri og neðri hluta. Alvöru slagur fram undan hjá KR-ingum þar sem 4 af 5 leikjum eru á móti liðum í efri hluta deildarinnar. „Frammistaðan fer meira fyrir brjóstið á mér heldur en að við höfum tapað þessum leik, því mér fannst frammistaðan ekki góð og það er eitthvað sem við verðum að laga í næsta leik.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira