Asninn að baki Asna allur Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 19:09 Perry var myndarasni og snerti við mörgum í Palo Alto-borg. Hann varð síðan fyrirmyndin að hinum ástsæla Asna úr Shrek-myndunum. Asninn Perry sem var fyrirmyndin að Asna í myndunum um Shrek er dauður en hann varð 30 ára. Þetta kemur fram í bandaríska fréttamiðlinum Palo Alto Online. Dýraþjálfarinn Jenny Kiratli sagði við miðilinn að asninn hafi verið svæfður á fimmtudag eftir erfiða baráttu við hófsperru. Perry fæddist árið 1994 og flutti árið 1997 í almenningsgarðinn Bol Park í borginni Palo Alto í Kaliforníu. Hann varði stærstum hluta ævi sinnar með asnanum Miner Forty Niner sem dó árið 2016. Perry vann það sér til frægðar að vera fyrirmyndin að karakternum Asna, helstu hjálparhellu tröllkarlsins Shrek, í fjórum Shrek-myndum. Bandaríski leikarinn Eddy Murphy talaði fyrir Asna í myndunum en í íslensku talsetningunni blés Laddi lífi í asnann. Hér fyrir nðean má sjá þegar Shrek rekst í fyrsta skiptið á hinn talandi Asna. Hófsperra dró hann til dauða Perry hafði glímt við hófsperru í einhvern tíma og lifði við gríðarlegann sársauka vegna þess. Þar að auki gat hann illa beitt afturfæti sínum vinstra megin og stóð því oft á þremur fótum. Að sögn starfsmanna í Bol-garði var allt gert til að lina sársauka Perry, margra mánaða nálastungumeðferð, laser-ljósameðferð og nudd. Hins vegar varð ljóst fyrr í vikunni hvert stefndi. Hér má sjá asnann Perry í góðum gír í sumar. „Hann var greinilega mjög þjáður. Hann er búinn að vera á miklum verkjalyfum. Og við vorum með starfsmenn hjá honum allan daginn að fylgjast með honum í von um að eitthvað myndi lagast,“ sagði Kiratli. Hún segir dauða asnans hafa verið friðsælan og meira en tólf starfsmenn hafi verið hjá honum þegar hann dó. Eftir að hann var svæfður var líki hans haldið í haganum í nokkra tíma til að félögum hans, ösnunum April og Buddy, væri ljóst að hann væri dáinn. Perry var frægur í Palo Alto og mætti fjöldi fólks í þrítugsafmæli hans í júní, þar á meðal þáverandi borgarstjóri Greer Stone. Þá lagði borgin einnig til tíu þúsund Bandaríkjadali (tæplega 1,4 milljón íslenskra króna) í sjúkrasjóð asnans. Meðalaldur asna er einmitt þrjátíu ár en þeir geta orðið allt að fjörutíu ára gamlir. Asninn sem hættir ekki að tala Þó Shrek sé aðalstjarna Shrek-myndanna gefur hinn kjaftfori og málglaði Asni honum ekkert eftir. Fyrsta Shrek-myndin kom út 2001 og næstu níu árin bættust þrjár framhaldsmyndir við með reglulegu millibili. Von er á fimmtu myndinni á næsta ári, 25 árum eftir útgáfu þeirrar fyrstu. Að sögn Kiratli bjó einn af teiknurum sem vann við gerð Shrek nálægt Bol-garði og benti kona hans honum á túnið þar sem Perry lifði. Hann fór síðan með hóp teiknara í garðinn og vörðu þeir nokkrum tímum með Perry til að ná honum almennilega. Þar með varð asninn Perry hluti af kvikmyndasögunni. View this post on Instagram A post shared by Barron Park Donkeys (@bpdonkeys) Dýr Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Þetta kemur fram í bandaríska fréttamiðlinum Palo Alto Online. Dýraþjálfarinn Jenny Kiratli sagði við miðilinn að asninn hafi verið svæfður á fimmtudag eftir erfiða baráttu við hófsperru. Perry fæddist árið 1994 og flutti árið 1997 í almenningsgarðinn Bol Park í borginni Palo Alto í Kaliforníu. Hann varði stærstum hluta ævi sinnar með asnanum Miner Forty Niner sem dó árið 2016. Perry vann það sér til frægðar að vera fyrirmyndin að karakternum Asna, helstu hjálparhellu tröllkarlsins Shrek, í fjórum Shrek-myndum. Bandaríski leikarinn Eddy Murphy talaði fyrir Asna í myndunum en í íslensku talsetningunni blés Laddi lífi í asnann. Hér fyrir nðean má sjá þegar Shrek rekst í fyrsta skiptið á hinn talandi Asna. Hófsperra dró hann til dauða Perry hafði glímt við hófsperru í einhvern tíma og lifði við gríðarlegann sársauka vegna þess. Þar að auki gat hann illa beitt afturfæti sínum vinstra megin og stóð því oft á þremur fótum. Að sögn starfsmanna í Bol-garði var allt gert til að lina sársauka Perry, margra mánaða nálastungumeðferð, laser-ljósameðferð og nudd. Hins vegar varð ljóst fyrr í vikunni hvert stefndi. Hér má sjá asnann Perry í góðum gír í sumar. „Hann var greinilega mjög þjáður. Hann er búinn að vera á miklum verkjalyfum. Og við vorum með starfsmenn hjá honum allan daginn að fylgjast með honum í von um að eitthvað myndi lagast,“ sagði Kiratli. Hún segir dauða asnans hafa verið friðsælan og meira en tólf starfsmenn hafi verið hjá honum þegar hann dó. Eftir að hann var svæfður var líki hans haldið í haganum í nokkra tíma til að félögum hans, ösnunum April og Buddy, væri ljóst að hann væri dáinn. Perry var frægur í Palo Alto og mætti fjöldi fólks í þrítugsafmæli hans í júní, þar á meðal þáverandi borgarstjóri Greer Stone. Þá lagði borgin einnig til tíu þúsund Bandaríkjadali (tæplega 1,4 milljón íslenskra króna) í sjúkrasjóð asnans. Meðalaldur asna er einmitt þrjátíu ár en þeir geta orðið allt að fjörutíu ára gamlir. Asninn sem hættir ekki að tala Þó Shrek sé aðalstjarna Shrek-myndanna gefur hinn kjaftfori og málglaði Asni honum ekkert eftir. Fyrsta Shrek-myndin kom út 2001 og næstu níu árin bættust þrjár framhaldsmyndir við með reglulegu millibili. Von er á fimmtu myndinni á næsta ári, 25 árum eftir útgáfu þeirrar fyrstu. Að sögn Kiratli bjó einn af teiknurum sem vann við gerð Shrek nálægt Bol-garði og benti kona hans honum á túnið þar sem Perry lifði. Hann fór síðan með hóp teiknara í garðinn og vörðu þeir nokkrum tímum með Perry til að ná honum almennilega. Þar með varð asninn Perry hluti af kvikmyndasögunni. View this post on Instagram A post shared by Barron Park Donkeys (@bpdonkeys)
Dýr Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira