Mo Salah skýtur á Carragher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 23:02 Mohamed Salah er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og Liverpool er með sex stiga forskot á toppnum. Getty/Liverpool FC Jamie Carragher hefur gagnrýnt það hvernig Mohamed Salah hefur talað um samningamál sín í fjölmiðlum. Á sama tíma og Egyptinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þá er samingur hans að renna út í sumar. Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira