Mo Salah skýtur á Carragher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 23:02 Mohamed Salah er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og Liverpool er með sex stiga forskot á toppnum. Getty/Liverpool FC Jamie Carragher hefur gagnrýnt það hvernig Mohamed Salah hefur talað um samningamál sín í fjölmiðlum. Á sama tíma og Egyptinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þá er samingur hans að renna út í sumar. Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira