FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2025 09:01 Marta Cox gagnrýndi aðbúnað kvennalandsliðsins í Panama og fékk að heyra það til baka. Forseti sambandsins fór þar langt yfir línuna að mati FIFA. Getty/Hector Vivas Forseti panamska knattspyrnusambandsins má ekki koma nálægt fótbolta á næstunni eftir úrskurð Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Ástæðan eru ummæli hans um einn besta leikmann kvennalandsliðs Panama. Manuel Arias, forseti panamska knattspyrnusambandsins, kallaði knattspyrnukonuna Mörtu Cox feita eftir að hún vogaði sér að gagnrýna skipulagið hjá sambandinu. Cox þótti sambandið sinna kvennalandsliðinu ekki nægilega vel þrátt fyrir að liðið hafi tryggt sig inn á HM 2023. Forsetinn lét hana heyra það og fór þar langt yfir línuna. „Arias forseti hefur verið settur í sex mánaða bann eða til 14. júlí 2025. Hann má á þeim tíma ekki taka þátt í neinu sem kemur að starfi panamska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu á heimasíðu sambandsins. ESPN segir frá. Marta Cox sjálf samdi nýverið við tyrkneska félagið Fenerbahce en hún spilaði áður í Mexíkó. Hún er 27 ára gömul og lykilmaður hjá landsliðinu. Coz skoraði líka eitt marka landsliðsins á HM 2023. Arias mun missa af fullt af leikjum karlalandsliðsins, leikjum í Þjóðadeild CONCACAF, leikjum í undankeppni HM 2026 og svo Gullbikarnum sem fer fram frá 14. júní til 6. júlí. Arias baðst jafnframt afsökunar á ummælum sínum. „Ég notaði mjög óheppileg orð og orð sem enginn ætti að nota,“ skrifaði Manuel Arias á X. Panama Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Ástæðan eru ummæli hans um einn besta leikmann kvennalandsliðs Panama. Manuel Arias, forseti panamska knattspyrnusambandsins, kallaði knattspyrnukonuna Mörtu Cox feita eftir að hún vogaði sér að gagnrýna skipulagið hjá sambandinu. Cox þótti sambandið sinna kvennalandsliðinu ekki nægilega vel þrátt fyrir að liðið hafi tryggt sig inn á HM 2023. Forsetinn lét hana heyra það og fór þar langt yfir línuna. „Arias forseti hefur verið settur í sex mánaða bann eða til 14. júlí 2025. Hann má á þeim tíma ekki taka þátt í neinu sem kemur að starfi panamska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu á heimasíðu sambandsins. ESPN segir frá. Marta Cox sjálf samdi nýverið við tyrkneska félagið Fenerbahce en hún spilaði áður í Mexíkó. Hún er 27 ára gömul og lykilmaður hjá landsliðinu. Coz skoraði líka eitt marka landsliðsins á HM 2023. Arias mun missa af fullt af leikjum karlalandsliðsins, leikjum í Þjóðadeild CONCACAF, leikjum í undankeppni HM 2026 og svo Gullbikarnum sem fer fram frá 14. júní til 6. júlí. Arias baðst jafnframt afsökunar á ummælum sínum. „Ég notaði mjög óheppileg orð og orð sem enginn ætti að nota,“ skrifaði Manuel Arias á X.
Panama Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira