„Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2025 21:03 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Vísir Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka sem skyldi ef mikilvægir sæstrengir til landsins myndu rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum. Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur. Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur.
Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira