Elísabet tekin við Belgum Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 10:24 Elísabet Gunnarsdóttir var lengi þjálfari Kristianstad í Svíþjóð en er nú tekin við landsliði Belgíu. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027. Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“ Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira