Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar 22. janúar 2025 10:30 Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun