Sér eftir því sem hann sagði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 06:30 Ruben Amorim fór yfir ummæli sín eftir síðasta leik á blaðamannafundi fyrir Evrópuleik liðsins í kvöld. Getty/Carl Recine/ Ruben Amorim, þjálfari Mancheser United, sagði eftir síðasta leik að núverandi lið Manchester United væri mögulega það versta í sögu félagsins en nú sér Portúgalinn eftir orðum sínum. Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira