Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 23. janúar 2025 22:33 Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun