Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 09:40 Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari en hann var dæmdur til samfélagsþjónustu fyrir brot á reglum í fyrra. Nú gætu ítrekuð brot kostað hann eða aðra ökumenn mánaðarbann og stórar sektir. Getty/Vince Mignott Ökumenn í formúlu 1 eiga það á hættu að fá harðari refsingar á komandi tímabili. Þeir þurfa að passa vel upp á framkomu sína og orðanotkun á opinberum vettvangi. Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025
Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti