Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar 24. janúar 2025 23:32 Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun