Einbeittur brotavilji Víkinga Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 16:37 Stígur Diljan Þórðarson tekur í spaðann á Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi, eftir komuna í vetur. Víkingur Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ. Stígur Diljan Þórðarson, sem kom aftur heim til Víkings í vetur frá ítalska félaginu Triestina, er ekki kominn með félagaskipti og því ekki löglegur með Víkingum á Reykjavíkurmótinu. Þetta er þekkt vandamál hjá þátttökuliðum mótsins en félagaskiptaglugginn opnast ekki fyrr en 5. febrúar og er þá opinn í tólf vikur. Engu að síður hefur hann nú spilað þrjá leiki með Víkingum á Reykjavíkurmótinu, nú síðast í dag í 3-2 sigri gegn Leikni, samkvæmt Elvari Geir Magnússyni ritstjóra Fótbolta.net. Stígur Diljan kom inn á í dag og þar með var ljóst að Leikni yrði dæmdur sigur.Skjáskot/@elvargeir Það þýðir að Víkingum verður dæmt 3-0 tap í leiknum, rétt eins og í síðasta leik gegn Fjölni. Liðið tapaði 5-2 gegn KR og því voru þau úrslit látin standa þrátt fyrir að Stígur Diljan spilaði. Vegna leikjanna við Fjölni og KR voru Víkingar sektaðir um 60.000 krónur í hvort skipti, og má ætla að þeir verði sektaðir um 60.000 krónur til viðbótar vegna leiksins í dag. Það að láta Stíg Diljan spila á mótinu mun því samtals kosta félagið 180.000 krónur. Stórt tap KR sem spilar til úrslita Í öðrum leikjum dagsins vann ÍR 5-0 stórsigur gegn KR, í A-riðlinum sem Víkingur og Leiknir spila einnig í, en KR hafði þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með úrslitaleik. Í B-riðli gerðu Fram og Þróttur 2-2 jafntefli. Egill Otti Vilhjálmsson og Már Ægisson skoruðu mörk Fram sem missti Fred af velli með rautt spjald á 30. mínútu. Benóný Haraldsson jafnaði meti í 1-1 á 38. mínútu og Hlynur Þórhallsson jafnaði meti ní 2-2 á 71. mínútu. Þróttur endar því með fjögur stig en Fram eitt. Fylkir og Valur mætast í lokaleik B-riðils í kvöld og getur Fylkir með sigri náð efsta sætinu af Valsmönnum sem annars mæta KR í úrslitaleik mótsins. Víkingur Reykjavík KR ÍR Fram Þróttur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. 15. janúar 2025 16:59 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Stígur Diljan Þórðarson, sem kom aftur heim til Víkings í vetur frá ítalska félaginu Triestina, er ekki kominn með félagaskipti og því ekki löglegur með Víkingum á Reykjavíkurmótinu. Þetta er þekkt vandamál hjá þátttökuliðum mótsins en félagaskiptaglugginn opnast ekki fyrr en 5. febrúar og er þá opinn í tólf vikur. Engu að síður hefur hann nú spilað þrjá leiki með Víkingum á Reykjavíkurmótinu, nú síðast í dag í 3-2 sigri gegn Leikni, samkvæmt Elvari Geir Magnússyni ritstjóra Fótbolta.net. Stígur Diljan kom inn á í dag og þar með var ljóst að Leikni yrði dæmdur sigur.Skjáskot/@elvargeir Það þýðir að Víkingum verður dæmt 3-0 tap í leiknum, rétt eins og í síðasta leik gegn Fjölni. Liðið tapaði 5-2 gegn KR og því voru þau úrslit látin standa þrátt fyrir að Stígur Diljan spilaði. Vegna leikjanna við Fjölni og KR voru Víkingar sektaðir um 60.000 krónur í hvort skipti, og má ætla að þeir verði sektaðir um 60.000 krónur til viðbótar vegna leiksins í dag. Það að láta Stíg Diljan spila á mótinu mun því samtals kosta félagið 180.000 krónur. Stórt tap KR sem spilar til úrslita Í öðrum leikjum dagsins vann ÍR 5-0 stórsigur gegn KR, í A-riðlinum sem Víkingur og Leiknir spila einnig í, en KR hafði þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með úrslitaleik. Í B-riðli gerðu Fram og Þróttur 2-2 jafntefli. Egill Otti Vilhjálmsson og Már Ægisson skoruðu mörk Fram sem missti Fred af velli með rautt spjald á 30. mínútu. Benóný Haraldsson jafnaði meti í 1-1 á 38. mínútu og Hlynur Þórhallsson jafnaði meti ní 2-2 á 71. mínútu. Þróttur endar því með fjögur stig en Fram eitt. Fylkir og Valur mætast í lokaleik B-riðils í kvöld og getur Fylkir með sigri náð efsta sætinu af Valsmönnum sem annars mæta KR í úrslitaleik mótsins.
Víkingur Reykjavík KR ÍR Fram Þróttur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. 15. janúar 2025 16:59 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. 15. janúar 2025 16:59