Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2025 21:03 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar og Unnar Atli, plokkari ársins 2024 í Kópavogi fóru saman út að plokka í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi. Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip. Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip.
Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira