Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 18:31 Leikmenn Arsenal mótmæltu rauða spjaldinu harðlega en Michael Oliver lét sér fátt um finnast. Vísir/Getty Ákvörðun dómara í leik Arsenal og Wolves að reka Myles Lewis-Skelly af velli hefur fengið mikla gagnrýni. Sérfræðingur Sky Sports segir VAR-dómara ekki hafa þorað að snúa ákvörðun Michael Oliver við. Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“ Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira