Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2025 13:31 Pat Summitt og sonur hennar Tyler eftir einn meistaratitil Tennessee háskólaliðsins undir hennar stjórn. Getty/Matthew Stockman Stjórnarformaður NHL liðsins Nashville Predators og eiginkona hans vinna nú að því að fá WNBA til Kantrýborgarinnar. Hjónin hafa komið sér í samflot við fjárfestingafélag sem eru í meðal annars körfuboltagoðsögnin Candace Parker, NFL goðsögnin Peyton Manning og tónlistahjónin Tim McGraw og Faith Hill. Hópurinn vill fá lið til borgarinnar fyrir árið 2028 og er þegar búið að finna nafn á liðið. Það á að heita Tennessee Summitt. Nashville er náttúrulega borg í Tennessee fylki en gælunafn félagsins á sér mikla sögu. Hópurinn vilja nefna liðið í höfuðið á Pat Summitt heitinni. Það myndi heita Tennessee Summitt. Summitt er ein sigursælasti þjálfari í sögu bandaríska háskólaboltans og var frá Tennessee. Hún þjálfaði lið Tennessee háskólans, Lady Vols, í 38 ár og vann 1098 leiki á móti aðeins 208 töpum. Hún fór alls átján sinnum með stelpurnar sínar í fjögurra liða lokaúrslitin, NCAA Final Four. „Ég veit að hún væri mjög stolt af því að fá að vera hluti af því að koma með atvinnumannalið í kvennaköfu til Tennessee fylkis,“ sagði Tyler Summitt, sonur hennar. Fyrrnefnd Candace Parker, sem er í fjárfestingafélaginu, er ein besta körfuboltakona sögunnar. Parker varð þrisvar sinnum WNBA meistari en hún var líka tvisvar sinnum háskólameistari undir stjórn Pat Summitt hjá University of Tennessee. Nýja liðið myndi spila leiki sína í Bridgestone Arena, sem er heimahöll íshokkíliðsins. WNBA er að bæta við þremur liðum á næstu tveimur tímabilum en lið þá byrja ný lið hjá Golden State, Portland og Toronto. Þá verða liðin í deildinni orðin fimmtán. Cathy Engelbert, yfirmaður WNBA deildarinnar, hefur talað um að vera komin með sextán lið í deildina fyrir árið 2028. Cleveland vill líka fá lið alveg eins og Nashville. Kansas City er önnur borg sem vill fá að vera með. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) WNBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Hjónin hafa komið sér í samflot við fjárfestingafélag sem eru í meðal annars körfuboltagoðsögnin Candace Parker, NFL goðsögnin Peyton Manning og tónlistahjónin Tim McGraw og Faith Hill. Hópurinn vill fá lið til borgarinnar fyrir árið 2028 og er þegar búið að finna nafn á liðið. Það á að heita Tennessee Summitt. Nashville er náttúrulega borg í Tennessee fylki en gælunafn félagsins á sér mikla sögu. Hópurinn vilja nefna liðið í höfuðið á Pat Summitt heitinni. Það myndi heita Tennessee Summitt. Summitt er ein sigursælasti þjálfari í sögu bandaríska háskólaboltans og var frá Tennessee. Hún þjálfaði lið Tennessee háskólans, Lady Vols, í 38 ár og vann 1098 leiki á móti aðeins 208 töpum. Hún fór alls átján sinnum með stelpurnar sínar í fjögurra liða lokaúrslitin, NCAA Final Four. „Ég veit að hún væri mjög stolt af því að fá að vera hluti af því að koma með atvinnumannalið í kvennaköfu til Tennessee fylkis,“ sagði Tyler Summitt, sonur hennar. Fyrrnefnd Candace Parker, sem er í fjárfestingafélaginu, er ein besta körfuboltakona sögunnar. Parker varð þrisvar sinnum WNBA meistari en hún var líka tvisvar sinnum háskólameistari undir stjórn Pat Summitt hjá University of Tennessee. Nýja liðið myndi spila leiki sína í Bridgestone Arena, sem er heimahöll íshokkíliðsins. WNBA er að bæta við þremur liðum á næstu tveimur tímabilum en lið þá byrja ný lið hjá Golden State, Portland og Toronto. Þá verða liðin í deildinni orðin fimmtán. Cathy Engelbert, yfirmaður WNBA deildarinnar, hefur talað um að vera komin með sextán lið í deildina fyrir árið 2028. Cleveland vill líka fá lið alveg eins og Nashville. Kansas City er önnur borg sem vill fá að vera með. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
WNBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum