„Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 11:20 Bergrós Björnsdóttir var ekkert smá ánægð eins og sjá má á myndinni af henni með goðsögnunum Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur. @bergrosbjornsdottir Fjórar íslenskar konur tóku þátt í liðakeppni Wodapalooza á dögunum, þrjár goðsagnir í greininni og ein stjarna framtíðarinnar. Íslensku dæturnar hafa komið Íslandi á CrossFit kortið síðustu áratugi og nú er það meðal annars á herðum ungrar stelpu frá Selfossi að halda uppi merki Íslands í íþróttinni á komandi árum. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru í fyrsta sinn saman í liði á Wodapalooza í Miami og nutu hverrar stundar. Það höfðu líka rosalega margir að sjá þær saman í liði eftir að hafa keppt svo oft á móti hverri annarri á stærstu sviðum CrossFit íþróttarinnar. Í keppninni í Miami keppti líka hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir. Bergrós er efnilegasta CrossFit kona Íslands og ein efnilegasta CrossFit kona heims. Hún keppti á mótinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“ og urðu þær í tólfta sæti eða fimm sætum ofar en lið íslensku goðsagnanna. Bergrós keppti þar við hlið Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle en þær hafa allar keppt á móti hverri annarri í unglingaflokki á heimsleikum síðustu ára. Bergrós klikkaði auðvitað ekki á því að taka mynd af sér með íslensku goðsögnum þremur og hefur nú birt myndina á samfélagsmiðlum sínum. „Þessa mynd þarf að ramma inn,“ segir Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, í athugasemdum við myndina og það er hægt að taka undir það. Bergrós sjálf var líka ánægð enda er hún geislandi af gleði á myndinni. „Það var draumur að rætast hjá mér að fá að deila gólfinu með þessum þremur goðsögnum um síðustu helgi,“ skrifaði Bergrós og bætti við: „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“. Instagram færsla Bergrósar.@bergrosbjornsdottir CrossFit Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sjá meira
Íslensku dæturnar hafa komið Íslandi á CrossFit kortið síðustu áratugi og nú er það meðal annars á herðum ungrar stelpu frá Selfossi að halda uppi merki Íslands í íþróttinni á komandi árum. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru í fyrsta sinn saman í liði á Wodapalooza í Miami og nutu hverrar stundar. Það höfðu líka rosalega margir að sjá þær saman í liði eftir að hafa keppt svo oft á móti hverri annarri á stærstu sviðum CrossFit íþróttarinnar. Í keppninni í Miami keppti líka hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir. Bergrós er efnilegasta CrossFit kona Íslands og ein efnilegasta CrossFit kona heims. Hún keppti á mótinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“ og urðu þær í tólfta sæti eða fimm sætum ofar en lið íslensku goðsagnanna. Bergrós keppti þar við hlið Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle en þær hafa allar keppt á móti hverri annarri í unglingaflokki á heimsleikum síðustu ára. Bergrós klikkaði auðvitað ekki á því að taka mynd af sér með íslensku goðsögnum þremur og hefur nú birt myndina á samfélagsmiðlum sínum. „Þessa mynd þarf að ramma inn,“ segir Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, í athugasemdum við myndina og það er hægt að taka undir það. Bergrós sjálf var líka ánægð enda er hún geislandi af gleði á myndinni. „Það var draumur að rætast hjá mér að fá að deila gólfinu með þessum þremur goðsögnum um síðustu helgi,“ skrifaði Bergrós og bætti við: „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“. Instagram færsla Bergrósar.@bergrosbjornsdottir
CrossFit Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sjá meira