Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 5. febrúar 2025 13:00 Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun