Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 13:01 Í markaðssamfélagi nútímans borgum við fólki það sem það setur upp fyrir vinnu sína. Við borgum iðnaðarmanninum ekki bara 75% af því sem hann setur upp fyrir vinnu sína og lögsækjum hann svo ef hann neitar að vinna fyrir okkur. Það sér hver maður að það gengur ekki upp, en hvers vegna ætlumst við til að kennarar sinni starfi sínu þó þeir séu sviknir um þau laun sem þeir hafa samið um, í skjóli þess að ekki var búið að útfæra launaliðinn í samningum sem gerður var fyrir 8 árum. Þá var samið um að jafna lífeyrisréttindi og laun miðað við almenna markaðinn. Þá seldu kennarar sérkjör sín í lífeyrisréttindum fyrir hærri laun sem gilda á opinberum markaði. Framkvæmd samningsins var að breyta lífeyrisréttindunum til jafns við almanna markaðinn en ekki laununum. Launagreiðandinn ákveður því einhliða að greiða kennurum 75% (áætluð tala af mér) af umsömdum launum sínum og kemst upp með það hingað til. Vissulega var krafa kennara ekki um að þessi leiðrétting ætti sér stað í einum áfanga 2016, en níu ár eru liðin síðan og ekkert bólar á efndum. Eðlilega eru kennarar ósáttir við að þurfa að vinna á skertum launum, enda myndu ekki margir ganga að þeim afarkostum. Ofan á það hefur hópur foreldra nú stefnt KÍ fyrir að kenna ekki börnum þeirra á skertum launum. Þau krefjast þess að kennarar barna þeirra kenni börnum þeirra þó þeir fái ekki greitt nema hluta af umsömdum launum sínum. Af einhverjum undarlegum ástæðum berst þessi kæra ekki til yfirvalda sem bera ábyrgð á rekstri leikskóla og hafa ekki staðið við kjarasamning frá 2016. Auk þess er vandséð að hægt sé að kæra fyrir þjónustufall á þjónustu sem ekki er lögboðin. Ekki er að sjá að þeir foreldrar sem kæra kennara barna sinna fyrir að vinna ekki á afsláttarkjörum, beri mikla virðingu fyrir þeim. Ætla má að þau sætti sig við að hver sem er passi þau svo þau komist í vinnu. Vissulega er það mismunun að ekki skuli allir skólar fara í verkfall í einu, en í leikskólanum er dagleg mismunun allt árið um kring, á þann veg að sum börn hafa menntaða kennara til að taka með þeim fyrstu skrefin á menntabrautinni á meðan önnur njóta þess ekki. Þó KÍ hefði farið í allsherjarverkfall, hefðu skólar sem mannaðir eru án kennara verið opnir. Myndu foreldrar kæra KÍ fyrir það? Væru foreldrar þeirra barna sem væru opnir þá heppnir? Ég vona að virðing foreldra fyrir kennurum barna sinna sé meiri en svo að svarið sé já. Varðandi laun kennara í grunn- og framhaldsskólum þykir mörgum að eðlilegt sé að þeir séu ekki á jafn háum launum og sérfræðingar á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir vinni styttri vinnutíma en aðrir og séu í lengri fríum en aðrir. Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu sem er algert kviksyndi heldur spyrja ykkur sem eruð þeirrar skoðunar eftirfarandi spurninga. Viljið þið lengja kennslu barna ykkar? Finnst ykkur eðlilegt að vinnudagur barna sé jafn langur og vinnudagur fullorðinna? Hvernig sáið þið fyrir ykkur að hægt sér að koma í veg fyrir námsþreytu strax á barnsaldri ef skóladagur er svo langur að lítið sem ekkert svigrúm er fyrir frjálsan leik barnanna ykkar? Hyggist þið þá draga börnin ykkar út úr tómstundastarfi svo eitthvað rými sé fyrir frjálsan leik, eða metið þið ekki gildi þess að börnin ykkar hafi tíma til að skapa sér sinn eigin leik þar sem reynir á frumkvæði, sköpun og samvinnu? Tími til að vera frjáls einstaklingur án stýringar fullorðinna. Viljið þið stytta frjálsan leik barna ykkar? Ef þið viljið ekki auka álag barnanna ykkar og taka frá þeim frelsið þá hefur lítið upp á sig að lengja vinnutíma kennaranna í einsetnum skóla. Finnst ykkur þá að kennararnir eigi að vera með það lág laun að þeir þurfi að stunda aðra vinnu til að ná sömu kjörum og aðrir með sambærilega menntun? Teljið þið að það komi börnum ykkar til góða að kennarinn komi þreyttur til vinnu eða metið þið gildi þess að kennarinn komi ferskur til kennslu barna sem eru enn að læra á lífið, reyna mörg á þolrifin og þurfa því meiri stuðning, festu og skilning sem hegðun þeirra er erfiðari? Teljið þið að tregða samfélagsins að meta gildi ferskra og vel menntaðra kennara, styrki þá í störfum sínum? Sú var tíð að kennarar voru með sömu laun og þingfarakaup og öllum fannst sjálfsagt og eðlilegt að kennarar væru vel launaðir. Er kominn tími til að jafna þessi kjör á ný? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í markaðssamfélagi nútímans borgum við fólki það sem það setur upp fyrir vinnu sína. Við borgum iðnaðarmanninum ekki bara 75% af því sem hann setur upp fyrir vinnu sína og lögsækjum hann svo ef hann neitar að vinna fyrir okkur. Það sér hver maður að það gengur ekki upp, en hvers vegna ætlumst við til að kennarar sinni starfi sínu þó þeir séu sviknir um þau laun sem þeir hafa samið um, í skjóli þess að ekki var búið að útfæra launaliðinn í samningum sem gerður var fyrir 8 árum. Þá var samið um að jafna lífeyrisréttindi og laun miðað við almenna markaðinn. Þá seldu kennarar sérkjör sín í lífeyrisréttindum fyrir hærri laun sem gilda á opinberum markaði. Framkvæmd samningsins var að breyta lífeyrisréttindunum til jafns við almanna markaðinn en ekki laununum. Launagreiðandinn ákveður því einhliða að greiða kennurum 75% (áætluð tala af mér) af umsömdum launum sínum og kemst upp með það hingað til. Vissulega var krafa kennara ekki um að þessi leiðrétting ætti sér stað í einum áfanga 2016, en níu ár eru liðin síðan og ekkert bólar á efndum. Eðlilega eru kennarar ósáttir við að þurfa að vinna á skertum launum, enda myndu ekki margir ganga að þeim afarkostum. Ofan á það hefur hópur foreldra nú stefnt KÍ fyrir að kenna ekki börnum þeirra á skertum launum. Þau krefjast þess að kennarar barna þeirra kenni börnum þeirra þó þeir fái ekki greitt nema hluta af umsömdum launum sínum. Af einhverjum undarlegum ástæðum berst þessi kæra ekki til yfirvalda sem bera ábyrgð á rekstri leikskóla og hafa ekki staðið við kjarasamning frá 2016. Auk þess er vandséð að hægt sé að kæra fyrir þjónustufall á þjónustu sem ekki er lögboðin. Ekki er að sjá að þeir foreldrar sem kæra kennara barna sinna fyrir að vinna ekki á afsláttarkjörum, beri mikla virðingu fyrir þeim. Ætla má að þau sætti sig við að hver sem er passi þau svo þau komist í vinnu. Vissulega er það mismunun að ekki skuli allir skólar fara í verkfall í einu, en í leikskólanum er dagleg mismunun allt árið um kring, á þann veg að sum börn hafa menntaða kennara til að taka með þeim fyrstu skrefin á menntabrautinni á meðan önnur njóta þess ekki. Þó KÍ hefði farið í allsherjarverkfall, hefðu skólar sem mannaðir eru án kennara verið opnir. Myndu foreldrar kæra KÍ fyrir það? Væru foreldrar þeirra barna sem væru opnir þá heppnir? Ég vona að virðing foreldra fyrir kennurum barna sinna sé meiri en svo að svarið sé já. Varðandi laun kennara í grunn- og framhaldsskólum þykir mörgum að eðlilegt sé að þeir séu ekki á jafn háum launum og sérfræðingar á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir vinni styttri vinnutíma en aðrir og séu í lengri fríum en aðrir. Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu sem er algert kviksyndi heldur spyrja ykkur sem eruð þeirrar skoðunar eftirfarandi spurninga. Viljið þið lengja kennslu barna ykkar? Finnst ykkur eðlilegt að vinnudagur barna sé jafn langur og vinnudagur fullorðinna? Hvernig sáið þið fyrir ykkur að hægt sér að koma í veg fyrir námsþreytu strax á barnsaldri ef skóladagur er svo langur að lítið sem ekkert svigrúm er fyrir frjálsan leik barnanna ykkar? Hyggist þið þá draga börnin ykkar út úr tómstundastarfi svo eitthvað rými sé fyrir frjálsan leik, eða metið þið ekki gildi þess að börnin ykkar hafi tíma til að skapa sér sinn eigin leik þar sem reynir á frumkvæði, sköpun og samvinnu? Tími til að vera frjáls einstaklingur án stýringar fullorðinna. Viljið þið stytta frjálsan leik barna ykkar? Ef þið viljið ekki auka álag barnanna ykkar og taka frá þeim frelsið þá hefur lítið upp á sig að lengja vinnutíma kennaranna í einsetnum skóla. Finnst ykkur þá að kennararnir eigi að vera með það lág laun að þeir þurfi að stunda aðra vinnu til að ná sömu kjörum og aðrir með sambærilega menntun? Teljið þið að það komi börnum ykkar til góða að kennarinn komi þreyttur til vinnu eða metið þið gildi þess að kennarinn komi ferskur til kennslu barna sem eru enn að læra á lífið, reyna mörg á þolrifin og þurfa því meiri stuðning, festu og skilning sem hegðun þeirra er erfiðari? Teljið þið að tregða samfélagsins að meta gildi ferskra og vel menntaðra kennara, styrki þá í störfum sínum? Sú var tíð að kennarar voru með sömu laun og þingfarakaup og öllum fannst sjálfsagt og eðlilegt að kennarar væru vel launaðir. Er kominn tími til að jafna þessi kjör á ný? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun